Möguleiki Þórs lítill en felst í hröðum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 13:31 CJ Burks, Deane Williams og félagar í Keflavík hafa unnið átján leiki í röð. vísir/Hulda Margrét Til að Þór Þ. eigi möguleika gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þarf liðið að eiga sinn besta leik og vonast til að Keflvíkingar spili undir pari. Þetta segir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar. Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti