Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 11:12 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hissa á viðbrögðum flokkssystkina sinna við yfirlýsingu hans. Vísir/Vilhelm Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. „Þessi viðbrögð komu mér alveg í opna skjöldu vegna þess að þetta hefur legið fyrir frá því í febrúar, þá sagði ég frá þessu í viðtali við Skessuhorn að ég liti þannig á að ef ég yrði felldur sem oddviti þá væri það dómur kjósendanna. Ég væri ekkert að finna neitt að því heldur að gefa nýjum oddvita sviðið,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Margar Sjálfstæðiskonur lýstu yfir óánægju með yfirlýsingu Haraldar í gær. Viðbrögðin voru hörð og sögðu margar samflokkskonur hans yfirlýsingarnar vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir „ofsafengin viðbrögð nokkurra flokksystkina“ sinna í Facebook-færslu sem hann birti í morgun. Hann segir freka karlinn í þessari sögu ekki vera Harald. „Þetta hefur legið fyrir í marga mánuði og verið á flestra vitsorði. Þessi upphlaup núna eru augljóslega til þess að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins. Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson. Hann gerði ekkert annað en að segja satt aðspurður. Það er allur glæpurinn,“ skrifar Brynjar. „Hef aldrei reynt að hefta framgang Þórdísar“ Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjaði það upp í gær að Haraldur hafi beitt sömu taktík í prófkjöri flokksins í kjördæminu árið 2013. Þá sóttust hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Haraldur lýsti því þá yfir á kjördæmisþingi að annað hvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. „Það er bara eðlilegt þegar leiðtogi er felldur þá tekur nýr leiðtogi við. Þessu hef ég svarað á fjölmörgum framboðsfundum og samtölum í þessari baráttu og þá kemur mér fullkomlega á óvart að í því felist einhver hótun. Það væri annað ef ég hefði ekki sagt þetta í upphafi baráttunnar, að þá væri ég eitthvað að reyna að berjast um núna. En Guð forði mér frá því að ég sé að reyna að stilla mínum góða vini Þórdísi Kolbrúnu upp með einhverjum hætti,“ segir Haraldur. Hann vísar ásökunum um að hann standi í hótunum og geti ekki keppst við konu án hótana á bug. „Hefði ég lýst sérstökum stuðningi við að Þórdís yrði ráðherra í ráðherravali 2016 ef ég væri á einhvern hátt að reyna að hefta framgang kvenna? Ég fékk þá spurningu árið 2012 þegar var verið að velja á lista, ég svaraði bara því samkvæmt því sem ég hafði áform um,“ segir Haraldur. „Mér finnst betra að koma hreint fram en að vera í einhverjum getgátum. Ég hef bara aldrei, og ég held ég hafi ágæta sögu í því, á nokkurn hátt reynt að hefta framgang Þórdísar eða verið að þvælast fyrir honum. Ég met hana mjög mikils.“ Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
„Þessi viðbrögð komu mér alveg í opna skjöldu vegna þess að þetta hefur legið fyrir frá því í febrúar, þá sagði ég frá þessu í viðtali við Skessuhorn að ég liti þannig á að ef ég yrði felldur sem oddviti þá væri það dómur kjósendanna. Ég væri ekkert að finna neitt að því heldur að gefa nýjum oddvita sviðið,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Margar Sjálfstæðiskonur lýstu yfir óánægju með yfirlýsingu Haraldar í gær. Viðbrögðin voru hörð og sögðu margar samflokkskonur hans yfirlýsingarnar vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir „ofsafengin viðbrögð nokkurra flokksystkina“ sinna í Facebook-færslu sem hann birti í morgun. Hann segir freka karlinn í þessari sögu ekki vera Harald. „Þetta hefur legið fyrir í marga mánuði og verið á flestra vitsorði. Þessi upphlaup núna eru augljóslega til þess að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins. Freki kallinn í þessari sögu er ekki Haraldur Benediktsson. Hann gerði ekkert annað en að segja satt aðspurður. Það er allur glæpurinn,“ skrifar Brynjar. „Hef aldrei reynt að hefta framgang Þórdísar“ Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjaði það upp í gær að Haraldur hafi beitt sömu taktík í prófkjöri flokksins í kjördæminu árið 2013. Þá sóttust hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Haraldur lýsti því þá yfir á kjördæmisþingi að annað hvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. „Það er bara eðlilegt þegar leiðtogi er felldur þá tekur nýr leiðtogi við. Þessu hef ég svarað á fjölmörgum framboðsfundum og samtölum í þessari baráttu og þá kemur mér fullkomlega á óvart að í því felist einhver hótun. Það væri annað ef ég hefði ekki sagt þetta í upphafi baráttunnar, að þá væri ég eitthvað að reyna að berjast um núna. En Guð forði mér frá því að ég sé að reyna að stilla mínum góða vini Þórdísi Kolbrúnu upp með einhverjum hætti,“ segir Haraldur. Hann vísar ásökunum um að hann standi í hótunum og geti ekki keppst við konu án hótana á bug. „Hefði ég lýst sérstökum stuðningi við að Þórdís yrði ráðherra í ráðherravali 2016 ef ég væri á einhvern hátt að reyna að hefta framgang kvenna? Ég fékk þá spurningu árið 2012 þegar var verið að velja á lista, ég svaraði bara því samkvæmt því sem ég hafði áform um,“ segir Haraldur. „Mér finnst betra að koma hreint fram en að vera í einhverjum getgátum. Ég hef bara aldrei, og ég held ég hafi ágæta sögu í því, á nokkurn hátt reynt að hefta framgang Þórdísar eða verið að þvælast fyrir honum. Ég met hana mjög mikils.“
Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51