Óli Kristjáns fór yfir sigurmark Frakka í teiknitölvunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 11:01 Mats Hummels setti boltann í eigið mark en Frakkarnir gerðu mjög vel í undirbúningi marksins. AP/Alexander Hassenstein Frakkar unnu Þjóðverja á EM í gær án þess að skora sjálfir því leikurinn vannst á sjálfsmarki en franska liðið gerði frábærlega í sigurmarki sínu eins og Ólafur Kristjánsson fór yfir í EM-teiknitölvunni í gær í kvöldþætti EM í dag. Ólafur Kristjánsson.S2 Sport Helena Ólafsdóttir bað Ólaf um að sýna hvað gerðist í sigurmarki Frakka. „Ég verð að reyna að gera það. Þetta er fast leikatriði þótt að innkast sé ekki það alvarlegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og var með mjög fróðlega yfirlitsmynd á skjánum hjá sér. Þar sást ofan á völlinn í þessari úrslitasókn leiksins. „Hérna eru þeir búnir teyma þriggja manna vörn Þjóðverjanna, þá (Antonio) Rüdiger, (Mats) Hummels og (Matthias) Ginter alla yfir til vinstri. Þegar góður sendingamaður eins og Pogba fær þetta pláss þá finnur hann þetta hlaup,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Kristjánson skoðar sigurmark Frakka Hann sýndi þá Paul Pogba skipta boltanum yfir á Lucas Hernandez á vinstri vængnum sem koma boltanum fyrir markið þar sem Mats Hummels sendi hann slysalega í eigið mark. „Frábær utanfótarsending (frá Pogba) og þegar fyrirgjöfin kemur þá er Hummels eiginlega fórnarlambið. Hann er að reyna að hreinsa með hægri löppinni sinni og setur hann inn. Það er samt aðdragandinn að markinu sem skapar þetta. Taktískt þá var leikurinn skemmtilegur og athyglisverður,“ sagði Ólafur. Hér fyrir ofan má sjá Ólaf fara yfir sigurmark Frakka í teiknitölvunni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Ólafur Kristjánsson.S2 Sport Helena Ólafsdóttir bað Ólaf um að sýna hvað gerðist í sigurmarki Frakka. „Ég verð að reyna að gera það. Þetta er fast leikatriði þótt að innkast sé ekki það alvarlegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og var með mjög fróðlega yfirlitsmynd á skjánum hjá sér. Þar sást ofan á völlinn í þessari úrslitasókn leiksins. „Hérna eru þeir búnir teyma þriggja manna vörn Þjóðverjanna, þá (Antonio) Rüdiger, (Mats) Hummels og (Matthias) Ginter alla yfir til vinstri. Þegar góður sendingamaður eins og Pogba fær þetta pláss þá finnur hann þetta hlaup,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Kristjánson skoðar sigurmark Frakka Hann sýndi þá Paul Pogba skipta boltanum yfir á Lucas Hernandez á vinstri vængnum sem koma boltanum fyrir markið þar sem Mats Hummels sendi hann slysalega í eigið mark. „Frábær utanfótarsending (frá Pogba) og þegar fyrirgjöfin kemur þá er Hummels eiginlega fórnarlambið. Hann er að reyna að hreinsa með hægri löppinni sinni og setur hann inn. Það er samt aðdragandinn að markinu sem skapar þetta. Taktískt þá var leikurinn skemmtilegur og athyglisverður,“ sagði Ólafur. Hér fyrir ofan má sjá Ólaf fara yfir sigurmark Frakka í teiknitölvunni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira