Færu líklega á hausinn ef þau ætti að borga konunum það sama og körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 09:31 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu hafa barist fyrir jöfnum kjörum í mörg ár. Getty/Catherine Ivill Cindy Parlow Cone, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að sambandið myndi ekki ráða við það fjárhagslega að verða við kröfum leikmanna kvennalandsliðsins sem hafa stefnt sambandinu. Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira