Missti meðvitund í sigri Frakka á Þjóðverjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2021 22:55 Skömmu síðar lá Pavard kylliflatur og vankaður á jörðinni. Matthias Hangst/Getty Images Hægri bakvörðurinn Benjamin Pavard missti meðvitund í 10 til 15 sekúndur í 1-0 sigri Frakklands á Þýskalandi er liðin mættust í lokaleik fyrstu umferðar Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Eftir árekstur við Robin Gosens, vinstri vængbakvörð Þjóðverja, í síðari hálfleik missti Pavard tímabundið meðvitund. Hann kom af velli í nokkrar mínútur og var meðhöndlaður af læknateymi Frakklands en kom svo aftur inn á völlinn og hjálpaði heimsmeisturunum að sigla 1-0 sigri í hús. „Þetta var mikið áfall. Ég var létt rotaður [e. a little knocked out] í tíu til fimmtán sekúndur. Eftir það var ég betri,“ sagði Pavard í viðtali að leik loknum. Læknateymi Pavard skoðar hann eftir áreksturinn.Matthias Hangst/Getty Images Ákvörðun Didier Deschamps og þjálfarateymi franska liðsins var harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum þar sem talið var að Pavard hefði mögulega fengið heilahristing. Þá er hryllingurinn er Christian Eriksen hné til jarðar í leik Dana og Finna fólki enn í fersku minni. So Pavard gets knocked out cold and they get him back on after some water gets sprayed on his neck! Where s the HIA in football?! #EURO2020— Andy Goode (@AndyGoode10) June 15, 2021 There s no way Pavard should continue this game, and he shouldn t have a say in the decision— Liam Twomey (@liam_twomey) June 15, 2021 A hell of a shock : France s Pavard lost consciousness in win over Germany. By @ed_aarons https://t.co/eNMMz3IzP4— Guardian sport (@guardian_sport) June 15, 2021 Frakkland mætir Ungverjalandi í annarri umferð Evrópumótsins á laugardaginn kemur, þann 19. júní. Bæði lið eru í F-riðli eða dauðariðlinum svokallaða ásamt Þýskalandi og Portúgal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Eftir árekstur við Robin Gosens, vinstri vængbakvörð Þjóðverja, í síðari hálfleik missti Pavard tímabundið meðvitund. Hann kom af velli í nokkrar mínútur og var meðhöndlaður af læknateymi Frakklands en kom svo aftur inn á völlinn og hjálpaði heimsmeisturunum að sigla 1-0 sigri í hús. „Þetta var mikið áfall. Ég var létt rotaður [e. a little knocked out] í tíu til fimmtán sekúndur. Eftir það var ég betri,“ sagði Pavard í viðtali að leik loknum. Læknateymi Pavard skoðar hann eftir áreksturinn.Matthias Hangst/Getty Images Ákvörðun Didier Deschamps og þjálfarateymi franska liðsins var harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum þar sem talið var að Pavard hefði mögulega fengið heilahristing. Þá er hryllingurinn er Christian Eriksen hné til jarðar í leik Dana og Finna fólki enn í fersku minni. So Pavard gets knocked out cold and they get him back on after some water gets sprayed on his neck! Where s the HIA in football?! #EURO2020— Andy Goode (@AndyGoode10) June 15, 2021 There s no way Pavard should continue this game, and he shouldn t have a say in the decision— Liam Twomey (@liam_twomey) June 15, 2021 A hell of a shock : France s Pavard lost consciousness in win over Germany. By @ed_aarons https://t.co/eNMMz3IzP4— Guardian sport (@guardian_sport) June 15, 2021 Frakkland mætir Ungverjalandi í annarri umferð Evrópumótsins á laugardaginn kemur, þann 19. júní. Bæði lið eru í F-riðli eða dauðariðlinum svokallaða ásamt Þýskalandi og Portúgal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira