Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 19:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira