Milljörðum lykilorða lekið á netið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:02 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Vísir/Egill Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið. Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“ Netöryggi Netglæpir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“
Netöryggi Netglæpir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira