NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 12:52 Jens Stoltenberg er á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel, þar sem forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands eru einnig staddir. Getty/Chip Somodevilla Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna. Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna.
Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03