Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 12:53 Tómas Guðbjartsson segir hárrétt hafa verið brugðist við þegar Christian Eriksen hné niður. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna. EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna.
EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira