Sjáðu mörkin fimm úr sigri íslensku stelpnanna gegn Írum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2021 10:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt Elínu Mettu Jensen og Sveindísi Jane Jónsdóttir. Dagný skoraði þriðja mark Íslands í gær. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti því írska á Laugardalsvelli í gær. Niðurstaðan varð 3-2 sigur íslenska liðsins, en Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sáu um markaskorun Íslands. Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenska liðið tók forystuna strax á 11. mínútu leiksins. Þá átti Glódís Perla Viggósdóttir frábæra sendingu innfyrir vörn Íranna þar sem að Agla María Albertsdóttir tók vel á móti boltanum og vippaði svo fallega yfir Grace Moloney í marki írska liðsins. Íslensku stelpurnar þurftu ekki að bíða lengi eftir öðru marki sínu, en aðeins þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þá fallega fyrirgjöf utan af hægri kannti og skalli Öglu Maríu datt fyrir Gunnhildi Yrsu sem kom boltanum í netið. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik átti Alexandre Jóhannesdóttir gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng írska marksins. Boltinn endaði hjá Dagnýju Brynjarsdóttir sem lét ekki bjóða sér svona færi tvisvar og kláraði vel í fjær hornið. Klippa: Ísl-Írl Þannig var staðan í hálfleik, en írsku stelpurnar léku undan vindi í seinni hálfleik og voru búnar að minnka muninn strax á 50. mínútu. Góð fyrirgjöf frá vinstri kannti fann þá Heather Payne sem þurfti lítið annað að gera en að stýra boltanum í netið. Írarnir sóttu stíft það sem eftir lifði leiks, en það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma sem að þær komu inn öðru sárabótarmarki. Niamh Fahey átti þá góða stungusendingu inn á Amber Barrett sem setti boltann í stöngina og inn. Lokatölur því 3-2, Íslandi í vil, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira