Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 12:03 Flóttafólk í Tigray bíður eftir að fá mataraðstoð í Mekele. AP/Ben Curtis Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug. Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira