Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á að frumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis yrði tekið á dagskrá. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði Pírata hafa sett þinglokasamninga í uppnám með þessu. vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu. Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira
Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu.
Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira