Hringdi í Hótel Flatey í leit að leigubíl Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 19:54 Hingað er ekki vænlegt að hringja eftir bíl í miðbæ Reykjavíkur. Hótel Flatey Starfsmanni Hótels Flateyjar brá heldur í brún á dögunum þegar hringt var í hann og beðið um „bíl á Dillon“ Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Pétur Oddbergur vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ölvuð kona hringdi í móttöku Hótels Flateyjar í leit að leigubíl. Pétur Oddbergur tjáði konunni að það „gæti verið flókið mál“ enda væri hún að tala við hótelstarfsmann en ekki símaver leigubílastöðvar. Þá brást konan ókvæða við en brátt kom í ljós að reiði hennar var ekki beint að starfsmanninum. Kom í ljós að hrekkjalómur leyndist í vinahóp konunnar. Sá hafði séð sér leik á borði og slegið inn símanúmer Hótels Flateyjar, þegar konan hafði beðið hann að slá inn símanúmer leigubílastöðvar. Pétur Oddbergur segir símtalið hafa lífgað upp á kvöldið. Þó vonar hann að slíkir hrekkir verði ekki daglegt brauð eftir fréttaflutning af atvikinu, enda hafi starfsmenn hótelsins í nægu að snúast þessa dagana. Stefnir í gott sumar á Flatey Aðspurður segir Pétur Oddbergur allt stefna í gott sumar á Hótel Flatey. Allt sé uppbókað um helgina og bókunarstaðan sé góð út sumarið. Erlendir ferðamenn eru byrjaðir að streyma til Flateyjar en þar ber hæst á hópum sem freista þess að skoða fjölbreytt fuglalíf eyjunnar. Pétur Oddbergur segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Sæferðir, fyrirtækið sem gerir út ferjuna Baldur til Flateyjar, hafi fækkað ferðum úr tveimur í eina á dag. Langflestir kjósi hvort sem er að verja nótt á eyjunni og Baldur rúmi fleiri en hótelið.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Reykhólahreppur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira