Erlent

Níu látnir þegar hús hrundi í Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í Gwangju í morgun.
Frá vettvangi í Gwangju í morgun. Chung Hoi-sung

Níu manns hið minnsta eru látnir og óttast er um líf átta til viðbótar eftir að fimm hæða hús sem verið var að rífa, féll saman og hrundi í suðurkóreska bænum Gwangju í morgun.

Suðurkóreskir fjölmiðlar segja frá því að brak úr húsinu hafi fallið á kyrrstæðan strætisvagn sem hafði verið lagt á stoppistöð við húsið og með þeim afleiðingum að níu manns um borð létust.

Björgunaraðilum tókst að bjarga átta manns úr strætisvagninum, en öll voru þau slösuð.

AP/Chung Hoi-sung

Kim Seok-sun, talsmaður slökkviliðs, segir að tekist hafi að rýma byggingarsvæðið sjálft áður en húsið hrundi, en ekki er þó talið útilokað að einhverjir kunni að finnst í rústum hússins.

Gwangju er að finna í suðvesturhluta Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×