„Þú ert búinn að skipta þér af öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 09:31 Anton Gylfi Pálsson fann sig knúinn til að taka Róbert Aron Hostert á eintal um miðjan seinni hálfleik í Vestmannaeyjum í gær. Stöð 2 Sport Kostuleg samskipti Róberts Arons Hostert, leikmanns Vals, og dómarans Antons Gylfa Pálssonar voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigur Vals á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“ Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Þetta var fyrri leikur einvígisins og skoraði Róbert tvö mörk í 28-25 sigri Vals. Tvisvar í leiknum mátti heyra samtöl á milli Róberts og Antons, og í seinna skiptið var um hálfgerða skammarræðu að ræða frá dómaranum. Í fyrra skiptið var hins vegar létt yfir mönnum, eftir að Anton dæmdi aukakast á Val. „Hvenær varðst þú sérfræðingur í dómgæslu elsku, besti vinur minn?“ spurði Anton eftir að Róbert hreyfði mótbárum við dómnum. „Ég er hræðilegur í því sko,“ viðurkenndi Róbert léttur. „Já, ég held það. Frábær leikmaður en…“ sagði Anton sömuleiðis léttur í bragði eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Samskipti dómarans og Róberts Seinna í leiknum voru menn ekki eins brosandi en Róbert féll þá við og vildi sjá Ásgeir Snæ Vignisson fá tveggja mínútna brottvísun: „Hann slær í hausinn á mér,“ sagði Róbert, og þá var Antoni nóg boðið: „Hlustaðu bara á mig. Þú ert búinn að skipta þér af öllu,“ sagði Anton. „Já, ég veit,“ viðurkenndi Róbert strax. „Af mér, Jónasi [Elíassyni, dómara], öllum. Fókus á leikinn,“ sagði Anton. „Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Róbert en Anton vildi ekki hlusta á slíkt heldur halda leik áfram og fá Róbert til að einbeita sér að því að spila: „Fókus!“ kallaði Anton. Gríðarlega mikilvægt og getur breytt eldfimum aðstæðum Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni höfðu gaman af samskiptum Antons og Róberts: „Hann var eins og lítill skólastrákur þegar það var verið að skamma hann,“ sagði Henry. „Þetta er eiginleiki góðra dómara, að geta haft samskipti við leikmenn inni á vellinum. Það er ótrúlega mikilvægt. Þetta bætir gæði leiksins og getur slökkt í mjög eldfimum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og hélt áfram: „Ef dómarinn stígur inn í aðstæður, og hefur eitthvað lag á því með því að segja til dæmis eitthvað fyndið, eins og hann var augljóslega að gera hér, getur það skipt gríðarlega miklu máli. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu. Þeir eru líka að hjálpa leikmönnum; „Hættu þessu peysutogi. Ef þú gerir þetta einu sinni enn þá ertu farinn út af.“ Þeir eru að reyna að gera leikinn betri og ég kann virkilega að meta þetta.“
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 25-28 | Valsmenn fara með þrjú mörk úr Eyjum Valur vann frábæran sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum er liðin mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Rosaleg dramatík átti sér stað undir lok leiks sem þýðir að Valur er þremur mörkum yfir fyrir síðari leik liðanna. 8. júní 2021 21:00