Anníe Mist í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti um helgina en það væri mikið afrek fyrir hana að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún varð móðir. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir telur niður í undanúrslitamót sitt fyrir heimsleikana í CrossFit en þangað stefnir hún í fyrsta sinn eftir að hún varð móðir. Anníe Mist keppir um helgina og þar getur hún tryggt sig inn á sína elleftu heimsleika. Hennar fyrstu heimsleikar voru árið 2009 þegar hún var ekki búin að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Anníe Mist gefur fylgjendum sínum góð ráð í pistli sínum en þar kemur líka fram að íslenska CrossFit goðsögnin sé í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin. „Verið ánægð með að vera þið sjálf. Þú ert sá eini sem hefur upplifað þitt líf og því er það undir þér komið að ná sem mestu úr því,“ byrjaði Anníe Mist. „Suma daga ertu kannski ekki ánægður með sjálfan þig en það er í lagi. Það er bara eðlilegt. Ef þú værir hamingjusamur alla daga þá eru góðar líkur á því að þú sért ekki hreinskilinn við sjálfan þig,“ skrifar Anníe Mist. „Við lendum öll í smá basli en það er hluti af lífinu og þú verður bara sterkari á því að takast á við þennan mótvind,“ skrifar Anníe Mist. Það er að heyra á henni og eins sjá á myndinni sem fylgir færslunni að okkar kona er í smá kapphlaupi að í að ná sér alveg góðri fyrir keppni helgarinnar. „Minn mótvindur núna er að fá líkamann til að jafna sig í tíma fyrir undanúrslitin,“ skrifar Anníe Mist og endar færsluna á því að segja: „Næstum því komin.“ Það má sjá pistilinn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er vonandi að Anníe Mist nái sér alveg hundrað prósent góðri fyrir keppni helgarinnar og það væri gaman að sjá tvær mömmum keppa á heimsleikunum í ár en hin ástralska Kara Saunders hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum. Dóttir hennar er hins vegar fimmtán mánuðum eldri en Freyja Mist, dóttir Anníe. Ef það er einhver sem ræður við það að vinna sig í gegnm mótlæti og mótvind þá er það Anníe Mist. Það hefur hún sýnt svo oft í gegnum tíðina. Það væri líka mikið afrek hjá henni að komast í hóp hraustustu CrossFit kvenna heimsins aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist barn. CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31 Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Anníe Mist keppir um helgina og þar getur hún tryggt sig inn á sína elleftu heimsleika. Hennar fyrstu heimsleikar voru árið 2009 þegar hún var ekki búin að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Anníe Mist gefur fylgjendum sínum góð ráð í pistli sínum en þar kemur líka fram að íslenska CrossFit goðsögnin sé í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin. „Verið ánægð með að vera þið sjálf. Þú ert sá eini sem hefur upplifað þitt líf og því er það undir þér komið að ná sem mestu úr því,“ byrjaði Anníe Mist. „Suma daga ertu kannski ekki ánægður með sjálfan þig en það er í lagi. Það er bara eðlilegt. Ef þú værir hamingjusamur alla daga þá eru góðar líkur á því að þú sért ekki hreinskilinn við sjálfan þig,“ skrifar Anníe Mist. „Við lendum öll í smá basli en það er hluti af lífinu og þú verður bara sterkari á því að takast á við þennan mótvind,“ skrifar Anníe Mist. Það er að heyra á henni og eins sjá á myndinni sem fylgir færslunni að okkar kona er í smá kapphlaupi að í að ná sér alveg góðri fyrir keppni helgarinnar. „Minn mótvindur núna er að fá líkamann til að jafna sig í tíma fyrir undanúrslitin,“ skrifar Anníe Mist og endar færsluna á því að segja: „Næstum því komin.“ Það má sjá pistilinn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er vonandi að Anníe Mist nái sér alveg hundrað prósent góðri fyrir keppni helgarinnar og það væri gaman að sjá tvær mömmum keppa á heimsleikunum í ár en hin ástralska Kara Saunders hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum. Dóttir hennar er hins vegar fimmtán mánuðum eldri en Freyja Mist, dóttir Anníe. Ef það er einhver sem ræður við það að vinna sig í gegnm mótlæti og mótvind þá er það Anníe Mist. Það hefur hún sýnt svo oft í gegnum tíðina. Það væri líka mikið afrek hjá henni að komast í hóp hraustustu CrossFit kvenna heimsins aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist barn.
CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31 Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31
Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00
Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31
Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31