Hátt í tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 20:20 Metfjöldi nemenda stundaði nám við skólann á síðasta skólaári. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands í grunn- og framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Umsóknir um nám við skólann hafa aldrei verið fleiri, ef frá er talið síðasta skólaár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira