„Frábær ferill og algjör fagmaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 23:01 Jakob Örn Sigurðarson fagnar eftir sigurinn á Val í oddaleiknum í átta liða úrslitum Domino's deildarinnar. vísir/bára Eftir leikinn gegn Keflvíkingum í gær tilkynnti KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson að hann væri hættur í körfubolta. KR tapaði leiknum, féll úr leik og því er ljóst að annað lið verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2014. Jakob átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður, meðal annars í Svíþjóð þar sem hann var í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann var búinn að tala um að þetta væri hans síðasta tímabil en vildi ekki gefa það út fyrr en eftir síðasta leik. Enn einn leikmaðurinn sem verður sjónarsviptir af,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Jón Arnór Stefánsson er einnig hættur og Helgi Már Magnússon hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Þeir eru úr frægum 1982-árgangi í KR sem Benedikt þjálfaði. „Jakob var atvinnumaður til margra ára og var einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð í mörg ár. Hann fór í háskólaboltann, spilaði á Spáni og í Þýskalandi. Frábær ferill og algjör fagmaður.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Jakob og KR Benedikt segir að leitun sé að manni sem er í jafn góðu formi og Jakob. „Menn geta verið í ágætis formi, frábæru formi og svo er Kobbaform eins og við töluðum um í KR. Hann er búinn að hugsa fáránlega vel um sig. Ég hugsa að hann fari að sofa klukkan hálf tíu á hverju kvöldi,“ sagði Benedikt. „Hann getur kannski farið eitthvað út á lífið núna. Ég hugsa að hann hafi ekki gert það í áratugi.“ Í innslaginu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan ræddu þeir Benedikt, Kjartan Atli Kjartansson og Kristinn Friðriksson einnig um framtíð KR-liðsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30 „Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53 „Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Jakob átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður, meðal annars í Svíþjóð þar sem hann var í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann var búinn að tala um að þetta væri hans síðasta tímabil en vildi ekki gefa það út fyrr en eftir síðasta leik. Enn einn leikmaðurinn sem verður sjónarsviptir af,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Jón Arnór Stefánsson er einnig hættur og Helgi Már Magnússon hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Þeir eru úr frægum 1982-árgangi í KR sem Benedikt þjálfaði. „Jakob var atvinnumaður til margra ára og var einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð í mörg ár. Hann fór í háskólaboltann, spilaði á Spáni og í Þýskalandi. Frábær ferill og algjör fagmaður.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Jakob og KR Benedikt segir að leitun sé að manni sem er í jafn góðu formi og Jakob. „Menn geta verið í ágætis formi, frábæru formi og svo er Kobbaform eins og við töluðum um í KR. Hann er búinn að hugsa fáránlega vel um sig. Ég hugsa að hann fari að sofa klukkan hálf tíu á hverju kvöldi,“ sagði Benedikt. „Hann getur kannski farið eitthvað út á lífið núna. Ég hugsa að hann hafi ekki gert það í áratugi.“ Í innslaginu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan ræddu þeir Benedikt, Kjartan Atli Kjartansson og Kristinn Friðriksson einnig um framtíð KR-liðsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30 „Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53 „Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. 8. júní 2021 10:30
„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 7. júní 2021 23:53
„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. 7. júní 2021 23:39
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. 7. júní 2021 23:49
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum