Körfubolti

Hörður Axel með miklu fleiri stoð­sendingar en skot í ein­víginu á móti KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson gefur eina af stoðsendingum sínum í einvíginu á móti KR.
Hörður Axel Vilhjálmsson gefur eina af stoðsendingum sínum í einvíginu á móti KR. Vísir/Hulda Margrét

Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, stjórnaði leik liðsins í einvíginu á móti KR og var heldur betur óeigingjarn í leikjunum þremur.

Hörður Axel tók bara 21 skot í leikjunum þremur en hann var aftur á móti með 33 stoðsendingar í leikjunum þremur eða 11 að meðaltali í leik.

Hörður var því með tólf fleiri stoðsendingar en skot í þessu einvígi.

Í þriðja leiknum í gær tók Hörður Axel aðeins fimm skot allan leikinn en gaf aftur á móti þrettán stoðsendingar sem er met hjá honum í úrslitakeppni á ferlinum.

Hörður Axel hitti bara úr einu skoti í leiknum og skoraði bara þrjú stig en hann hafði mikil áhrif á gang mála með leikstjórnun, stoðsendingum og varnarleik.

  • Hörður Axel Vilhjálmsson í einvíginu á móti KR:
  • Leikur eitt
  • 8 skot og 8 stoðsendingar
  • Leikur tvö
  • 8 skot og 12 stoðsendingar
  • Leikur þrjú
  • 5 skot og 13 stoðsendingar
  • Samtals

  • 21 skot og 33 stoðsendingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×