Samfylkingin er samfylking Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. júní 2021 10:00 Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun