Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2021 08:01 Fjölbreyttur hópur fólk sækir nú til Íslands og á þátt í því að gangsetja íslenska ferðaþjónustu. Samsett Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum. Er útlit fyrir að loks sé farið að sjá til sólar í ferðaþjónustu eftir langvarandi lægð þar sem farsóttin lamaði eina stærstu atvinnugrein heimsins. Spár gera nú ráð fyrir að ferðaþjónustan hér á landi haldi áfram að rétta úr kútnum á næstu mánuðum og að á bilinu 660 til 800 þúsund erlendir ferðamenn sæki Ísland heim á þessu ári. Er það um þriðjungur þess fjölda sem kom til landsins árið 2019. En hvers konar fólk gerir sér ferð á norðurhjara veraldar í eftirköstum heimsfaraldurs? Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra kyndilbera íslensku endurreisnarinnar. Fátt annað í boði Umsátrið hefst fyrir utan ónefnt hótel í miðbæ Reykjavíkur. Skömmu áður en fréttamaður sá fram á að þurfa að skýra hegðun sína fyrir starfsfólki hótelsins náði hann að grípa tvo bandaríska ferðamenn eftir nokkrar árangurslausar viðtalsbeiðnir. Jose Sanchez og Patrick Finn koma frá Massachusetts og eru í sinni annarri ferð til Íslands. Líkt og í fyrra skiptið stendur til að fagna afmæli Finns og voru þeir nýbúnir að baða sig í Sky Lagoon á Kársnesi þegar Vísir náði af þeim tali. Næst stóð til að skoða vinsæla áfangastaði á borð við Gullna hringinn, Skógafoss og Bláa lónið. Jose Sanchez og Patrick Finn.Vísir/Eiður Finn er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvers vegna þeir hafi ákveðið að snúa aftur til Íslands. „Vegna þess að það var fyrsta ríkið til að opna fyrir bandarískum ríkisborgurum. Við getum til dæmis ekki farið til Kanada, Suður-Ameríku eða Þýskalands.“ Sanchez og Finn segjast kunna vel við sig á Íslandi og leggja mikið upp úr því að njóta borgarinnar, íslenskrar náttúru, matar og menningar til hins ítrasta. Líkt og aðrir ferðamenn sem urðu á vegi fréttamanns á þessum sólríka eftirmiðdegi í miðbæ Reykjavíkur höfðu þeir báðir verið fullbólusettir í heimalandi sínu. Sanchez segist finna fyrir miklu öryggi hér á landi. Við þurfum ekki að bera andlitsgrímu hérna og það er svolítið eins og að snúa aftur til raunveruleikans. Á leiðinni niður Laugaveginn sést þriggja manna fjölskylda frá Boston. Bandaríkjamenn eru nú hlutfallslega stærri hluti ferðamanna en árið 2019 og má segja að bólusettir Bandaríkjamenn hafi spilað lykilhlutverk í því að gangsetja íslenska ferðaþjónustu á ný. Samkvæmt nýlegri samantekt Túrista leita bandarískir notendur Google nú mest að Íslandsflugi eða gistingu á netinu en þar á eftir koma Bretar og Pólverjar. Staða faraldursins hér á landi réð miklu Jezzibell og Patrick Gilmore hafa komið áður til Íslands og sögðu það löngu tímabært að kynna land og þjóð fyrir syni sínum. Jezzibell segir að fjölskyldan hafi verið dugleg að ferðast saman frá því að sonur þeirra var á unga aldri og það hafi því verið erfitt að komast ekki erlendis síðastliðna 18 mánuði. Hann gat ekki beðið eftir því að komast eitthvert í burtu svo það er gott að vera komin út fyrir landsteinana og geta stutt aðeins við alþjóðahagkerfið. Okkur langaði sérstaklega að sjá eldfjallið, hverina og auðvitað sýna honum flekaskilin. Patrick Gilmore, William Alexander Gilmore og Jezzibell Gilmore.Vísir/Eiður „Það er margt áhugavert að sjá hérna og Ísland er tiltölulega nálægt Boston. Við tvö höfum komið hingað nokkrum sinnum og okkur líkar virkilega vel við Reykjavík og Ísland yfirhöfuð,” segir Patrick en fjölskyldan dvelur hér í fimm daga. „Maturinn er frábær og við elskum að vera hérna. Fólkið er líka frábært og ég held að staðan á kórónuveirufaraldrinum sé nokkuð góð,” bætir Jezzibell við. Patrick tekur undir og segir að hið síðastnefnda hafi ráðið miklu í þeirra ákvarðanatöku. Meðalferðamaðurinn eyðir meiru núna en fyrir faraldurinn Samkvæmt samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur erlend kortavelta aukist hraðar en fjöldi ferðamanna að undanförnu. Er það vísbending um stóraukna neyslu hvers ferðamanns samanborið við árið 2019 en þó er ekki enn ljóst hvort aukin neysla skýrist af lengri dvöl ferðamanna eða breytingum í samsetningu þjóðernis. Aðspurð um það hvort uppsöfnuð ferðaþörf leiði til þess að fjölskyldan eyði meiru núna en hún hefði gert annars segir Patrick svo ekki vera. „Ferðin takmarkast frekar af skóladagatalinu hans og vinnunni okkar en ekki af því hvað við getum eytt miklu.“ Áfram er ferðinni haldið niður Laugaveginn og augun höfð opin fyrir Icewear pokum og hangandi myndavélum. Lundabúðasekkur jafngildir því þó ekki að ferðalangar hafi áhuga á að tala við ergjandi blaðasnápa og kýs einn að horfa frekar löngunaraugum á skartgripi í búðarglugga áður en hann leitar inn. Segið svo að ferðamenn komi ekki með mikilvæga innspýtingu inn í íslenskt hagkerfi. Þurftu að fresta ferð sinni Næst er sjónum beint að tveimur þýskum konum sem burðast með tvær ferðatöskur upp brekkuna og veigra sér við að gefa kost á sér í þessa tímamótagrein. Í tilraun til að létta andrúmsloftið kastar fréttamaður því fram að það væri frískandi að hitta loks Evrópubúa eftir að hafa rekist á eintóma Kana á götum Reykjavíkur. Bragðið virkar, kallar fram hlátur og kaupir nokkrar mínútur en dugar ekki til að fá leyfi fyrir ljósmyndatöku. Margir hafa gert sér ferð hingað til lands í þeim tilgangi að eiga stefnumót við íslenska hestinn. Kristine Drachlel og Lena Woehr ætluðu upphaflega að koma hingað til lands á síðasta ári en kusu að bíða með þá ferð af augljósum ástæðum. Það er íslenski hesturinn sem heillar og eru þær nýkomnar til Reykjavíkur eftir fjögurra daga samveru með hrossum á Suðurlandi. Næst tekur við borgarferð og heimsóknir á hina ýmsu ferðamannastaði en til stendur að dvelja hér á landi í tvær vikur. Komu til að skoða sjávarsvif Bretarnir David Wilson og Lance Gregory eru hér í fjögurra daga vinnuferð á vegum samtaka breskra sjávarlíffræðinga. Er um að ræða fyrstu ferð þeirra út fyrir landsteinana frá því að faraldurinn hófst og komu þeir hingað í tengslum við rannsókn á sjávarsvifi við strendur Íslands. Þeir segja það hafa verið lykilatriði að Ísland sé eitt fárra ríkja á svokölluðum grænum lista Breta. Hið sama á ekki við um önnur þátttökuríki rannsóknarinnar sem til stendur að heimsækja. Lance Gregory og David Wilson.Vísir/Eiður „Þetta er lengsta og umfangsmesta hafrannsókn í Heimsmetabók Guinness,” segir Wilson sem kemur reglulega til Íslands í tengslum við verkefnið og talar um viðfangsefnið af mikilli ástríðu. „Viltu ekki vita meira um rannsóknina?” spyr samferðamaður hans skyndilega og rýfur þar með þögn sína. Hökt kemur í samtalið og ekki hjá því komist að sjá vissan glampa hverfa úr augum vísindamannsins þegar fréttamaður biður kurteisislega um að fá að geyma samtalið til betri tíma. Tími sé nú af skornum skammti og sviðsljósið beinist vonandi fljótlega að þessari mikilvægu grunnstoð í fæðukeðju sjávar. Lentu í röngum landshluta „Við vorum mjög ánægðir með skilvirkni landamæraskimunarinnar. Við reiknuðum með að þurfa að vera sólarhring í sóttkví en vorum komnir með neikvæða niðurstöðu innan við klukkustund eftir að við lentum á hótelinu,“ segir Wilson. Svo sóttvíardagurinn okkar reyndist vera frábær dagur til að fara Gullna hringinn sem við mælum svo sannarlega með. Við sáum Geysir, flekaskilin á Þingvöllum, — „og við sáum bæinn Selfoss,” skýtur Gregory inn í og skellir upp úr. Hann er fljótur að láta í ljós að ferðinni hafi ekki verið heitið í ísbúð Huppu heldur að samnefndu fallvatni á Norðurlandi. Leggur traust sitt á landamæraskimunina Roberto Vengoechea og Elizete Verreya frá Boston eru nýlega komin úr skimunarsóttkví þegar fréttamaður truflar rölt þeirra í miðbæ Reykjavíkur. Líkt og aðrir ferðamenn sem hafa hlotið fulla bólusetningu þurftu þau að fara í eina sýnatöku við landamærin og segjast sýna því skilning. Vengoechea segir að kerfið sé traustvekjandi og hafi veitt honum aukið öryggi. Helstu ástæðurnar fyrir því að við komum hingað er að Ísland er nálægt Boston og staða faraldursins er góð. Roberto Vengoechea og Elizete Verreya.Vísir/Eiður Vengoechea og Verreya verða hér í fimm daga og eru ekki að flækja málin of mikið þegar þau eru spurð út í ferðaáætlunina. Þau vilja forðast að skipuleggja ferðina í örður og segja að markmiðið sé fyrst og fremst að njóta. Ofarlega á lista er að kynnast Reykjavík, matarmenningunni og kíkja svo út fyrir borgarmörkin. Þau gera ekki ráð fyrir að eyða of miklu á ferðalagi sínu þar sem um sé að ræða síðustu ferðina áður en fyrsta barnið þeirra kemur í heiminn með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilsbókhaldið. Eldgosið óvæntur glaðningur „Við vissum ekki að gos væri hafið og gerðum alls ekki ráð fyrir því að sjá fljótandi hraun,“ segir Aquiles Damiron sem kom hingað frá New York ásamt þremur vinum sínum. Hópurinn heillaðist af sjónarspilinu við Fagradalsfjall sem þau segja að hafi kórónað eftirminnilega ferð. Þau eiga rúman sólarhring eftir af vikulöngu ferðalagi sínu og kláruðu nýlega ferð um hringveginn. Hvers vegna völduð þið að koma til Íslands? „Það var eitt af fyrstu löndunum sem við gátum heimsótt. Við erum öll bólusett svo þetta er eins konar bólusetningarferð,“ segir Laura Poff. „Við vorum búin að skipuleggja ferð til Síle en svo var öllu lokað þar. Okkur langaði samt að fara eitthvert, byrjuðum á því að fletta upp öðrum áfangastöðum og Ísland var opið,“ segir Alex Vance og endurómar skilaboð úr íslenskum markaðsherferðum. Aquiles Damiron, Laura Poff, Alex Vance og Justin Ritter.Vísir/Eiður Mikil viðbrigði að standa í óbyggðum Aðspurð um hvort þau hafi eytt meiri pening í þessari ferð en í venjulegu árferði svara þau játandi. Þó eru þau ekki endilega sammála um hvort það hafi verið meðvitað eður ei. „Við erum ekki endilega að eyða meiri pening því við kjósum svo heldur vegna þess að Ísland er svo dýrt miðað við New York,“ segir Vance. Hátt verðlag skyggi þó ekki á jákvæða upplifun þeirra af landinu. Það hafa mjög margir New York-búar gert sér ferð hingað svo maður vissi nokkurn veginn að þetta væri svalur staður en þetta staðfesti allt það góða sem maður hefur heyrt. Allir fossarnir og víðáttan, sérstaklega það að vera staddur í miðjum óbyggðum þegar maður er vanur að vera í þéttbýlinu í New York. Justin Ritter segir að hópurinn hafi upplifað marga magnaða staði í ferðinni og að Seyðisfjörður sé til að mynda eitt fallegasta svæði sem hann hafi nokkurn tíma séð. Hópurinn sammælist um að óhætt sé að mæla með för á Frón. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. 2. júní 2021 21:54 Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. 29. maí 2021 20:00 Dusterinn er kominn aftur á kreik Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik. 1. júní 2021 07:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Er útlit fyrir að loks sé farið að sjá til sólar í ferðaþjónustu eftir langvarandi lægð þar sem farsóttin lamaði eina stærstu atvinnugrein heimsins. Spár gera nú ráð fyrir að ferðaþjónustan hér á landi haldi áfram að rétta úr kútnum á næstu mánuðum og að á bilinu 660 til 800 þúsund erlendir ferðamenn sæki Ísland heim á þessu ári. Er það um þriðjungur þess fjölda sem kom til landsins árið 2019. En hvers konar fólk gerir sér ferð á norðurhjara veraldar í eftirköstum heimsfaraldurs? Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra kyndilbera íslensku endurreisnarinnar. Fátt annað í boði Umsátrið hefst fyrir utan ónefnt hótel í miðbæ Reykjavíkur. Skömmu áður en fréttamaður sá fram á að þurfa að skýra hegðun sína fyrir starfsfólki hótelsins náði hann að grípa tvo bandaríska ferðamenn eftir nokkrar árangurslausar viðtalsbeiðnir. Jose Sanchez og Patrick Finn koma frá Massachusetts og eru í sinni annarri ferð til Íslands. Líkt og í fyrra skiptið stendur til að fagna afmæli Finns og voru þeir nýbúnir að baða sig í Sky Lagoon á Kársnesi þegar Vísir náði af þeim tali. Næst stóð til að skoða vinsæla áfangastaði á borð við Gullna hringinn, Skógafoss og Bláa lónið. Jose Sanchez og Patrick Finn.Vísir/Eiður Finn er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvers vegna þeir hafi ákveðið að snúa aftur til Íslands. „Vegna þess að það var fyrsta ríkið til að opna fyrir bandarískum ríkisborgurum. Við getum til dæmis ekki farið til Kanada, Suður-Ameríku eða Þýskalands.“ Sanchez og Finn segjast kunna vel við sig á Íslandi og leggja mikið upp úr því að njóta borgarinnar, íslenskrar náttúru, matar og menningar til hins ítrasta. Líkt og aðrir ferðamenn sem urðu á vegi fréttamanns á þessum sólríka eftirmiðdegi í miðbæ Reykjavíkur höfðu þeir báðir verið fullbólusettir í heimalandi sínu. Sanchez segist finna fyrir miklu öryggi hér á landi. Við þurfum ekki að bera andlitsgrímu hérna og það er svolítið eins og að snúa aftur til raunveruleikans. Á leiðinni niður Laugaveginn sést þriggja manna fjölskylda frá Boston. Bandaríkjamenn eru nú hlutfallslega stærri hluti ferðamanna en árið 2019 og má segja að bólusettir Bandaríkjamenn hafi spilað lykilhlutverk í því að gangsetja íslenska ferðaþjónustu á ný. Samkvæmt nýlegri samantekt Túrista leita bandarískir notendur Google nú mest að Íslandsflugi eða gistingu á netinu en þar á eftir koma Bretar og Pólverjar. Staða faraldursins hér á landi réð miklu Jezzibell og Patrick Gilmore hafa komið áður til Íslands og sögðu það löngu tímabært að kynna land og þjóð fyrir syni sínum. Jezzibell segir að fjölskyldan hafi verið dugleg að ferðast saman frá því að sonur þeirra var á unga aldri og það hafi því verið erfitt að komast ekki erlendis síðastliðna 18 mánuði. Hann gat ekki beðið eftir því að komast eitthvert í burtu svo það er gott að vera komin út fyrir landsteinana og geta stutt aðeins við alþjóðahagkerfið. Okkur langaði sérstaklega að sjá eldfjallið, hverina og auðvitað sýna honum flekaskilin. Patrick Gilmore, William Alexander Gilmore og Jezzibell Gilmore.Vísir/Eiður „Það er margt áhugavert að sjá hérna og Ísland er tiltölulega nálægt Boston. Við tvö höfum komið hingað nokkrum sinnum og okkur líkar virkilega vel við Reykjavík og Ísland yfirhöfuð,” segir Patrick en fjölskyldan dvelur hér í fimm daga. „Maturinn er frábær og við elskum að vera hérna. Fólkið er líka frábært og ég held að staðan á kórónuveirufaraldrinum sé nokkuð góð,” bætir Jezzibell við. Patrick tekur undir og segir að hið síðastnefnda hafi ráðið miklu í þeirra ákvarðanatöku. Meðalferðamaðurinn eyðir meiru núna en fyrir faraldurinn Samkvæmt samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur erlend kortavelta aukist hraðar en fjöldi ferðamanna að undanförnu. Er það vísbending um stóraukna neyslu hvers ferðamanns samanborið við árið 2019 en þó er ekki enn ljóst hvort aukin neysla skýrist af lengri dvöl ferðamanna eða breytingum í samsetningu þjóðernis. Aðspurð um það hvort uppsöfnuð ferðaþörf leiði til þess að fjölskyldan eyði meiru núna en hún hefði gert annars segir Patrick svo ekki vera. „Ferðin takmarkast frekar af skóladagatalinu hans og vinnunni okkar en ekki af því hvað við getum eytt miklu.“ Áfram er ferðinni haldið niður Laugaveginn og augun höfð opin fyrir Icewear pokum og hangandi myndavélum. Lundabúðasekkur jafngildir því þó ekki að ferðalangar hafi áhuga á að tala við ergjandi blaðasnápa og kýs einn að horfa frekar löngunaraugum á skartgripi í búðarglugga áður en hann leitar inn. Segið svo að ferðamenn komi ekki með mikilvæga innspýtingu inn í íslenskt hagkerfi. Þurftu að fresta ferð sinni Næst er sjónum beint að tveimur þýskum konum sem burðast með tvær ferðatöskur upp brekkuna og veigra sér við að gefa kost á sér í þessa tímamótagrein. Í tilraun til að létta andrúmsloftið kastar fréttamaður því fram að það væri frískandi að hitta loks Evrópubúa eftir að hafa rekist á eintóma Kana á götum Reykjavíkur. Bragðið virkar, kallar fram hlátur og kaupir nokkrar mínútur en dugar ekki til að fá leyfi fyrir ljósmyndatöku. Margir hafa gert sér ferð hingað til lands í þeim tilgangi að eiga stefnumót við íslenska hestinn. Kristine Drachlel og Lena Woehr ætluðu upphaflega að koma hingað til lands á síðasta ári en kusu að bíða með þá ferð af augljósum ástæðum. Það er íslenski hesturinn sem heillar og eru þær nýkomnar til Reykjavíkur eftir fjögurra daga samveru með hrossum á Suðurlandi. Næst tekur við borgarferð og heimsóknir á hina ýmsu ferðamannastaði en til stendur að dvelja hér á landi í tvær vikur. Komu til að skoða sjávarsvif Bretarnir David Wilson og Lance Gregory eru hér í fjögurra daga vinnuferð á vegum samtaka breskra sjávarlíffræðinga. Er um að ræða fyrstu ferð þeirra út fyrir landsteinana frá því að faraldurinn hófst og komu þeir hingað í tengslum við rannsókn á sjávarsvifi við strendur Íslands. Þeir segja það hafa verið lykilatriði að Ísland sé eitt fárra ríkja á svokölluðum grænum lista Breta. Hið sama á ekki við um önnur þátttökuríki rannsóknarinnar sem til stendur að heimsækja. Lance Gregory og David Wilson.Vísir/Eiður „Þetta er lengsta og umfangsmesta hafrannsókn í Heimsmetabók Guinness,” segir Wilson sem kemur reglulega til Íslands í tengslum við verkefnið og talar um viðfangsefnið af mikilli ástríðu. „Viltu ekki vita meira um rannsóknina?” spyr samferðamaður hans skyndilega og rýfur þar með þögn sína. Hökt kemur í samtalið og ekki hjá því komist að sjá vissan glampa hverfa úr augum vísindamannsins þegar fréttamaður biður kurteisislega um að fá að geyma samtalið til betri tíma. Tími sé nú af skornum skammti og sviðsljósið beinist vonandi fljótlega að þessari mikilvægu grunnstoð í fæðukeðju sjávar. Lentu í röngum landshluta „Við vorum mjög ánægðir með skilvirkni landamæraskimunarinnar. Við reiknuðum með að þurfa að vera sólarhring í sóttkví en vorum komnir með neikvæða niðurstöðu innan við klukkustund eftir að við lentum á hótelinu,“ segir Wilson. Svo sóttvíardagurinn okkar reyndist vera frábær dagur til að fara Gullna hringinn sem við mælum svo sannarlega með. Við sáum Geysir, flekaskilin á Þingvöllum, — „og við sáum bæinn Selfoss,” skýtur Gregory inn í og skellir upp úr. Hann er fljótur að láta í ljós að ferðinni hafi ekki verið heitið í ísbúð Huppu heldur að samnefndu fallvatni á Norðurlandi. Leggur traust sitt á landamæraskimunina Roberto Vengoechea og Elizete Verreya frá Boston eru nýlega komin úr skimunarsóttkví þegar fréttamaður truflar rölt þeirra í miðbæ Reykjavíkur. Líkt og aðrir ferðamenn sem hafa hlotið fulla bólusetningu þurftu þau að fara í eina sýnatöku við landamærin og segjast sýna því skilning. Vengoechea segir að kerfið sé traustvekjandi og hafi veitt honum aukið öryggi. Helstu ástæðurnar fyrir því að við komum hingað er að Ísland er nálægt Boston og staða faraldursins er góð. Roberto Vengoechea og Elizete Verreya.Vísir/Eiður Vengoechea og Verreya verða hér í fimm daga og eru ekki að flækja málin of mikið þegar þau eru spurð út í ferðaáætlunina. Þau vilja forðast að skipuleggja ferðina í örður og segja að markmiðið sé fyrst og fremst að njóta. Ofarlega á lista er að kynnast Reykjavík, matarmenningunni og kíkja svo út fyrir borgarmörkin. Þau gera ekki ráð fyrir að eyða of miklu á ferðalagi sínu þar sem um sé að ræða síðustu ferðina áður en fyrsta barnið þeirra kemur í heiminn með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilsbókhaldið. Eldgosið óvæntur glaðningur „Við vissum ekki að gos væri hafið og gerðum alls ekki ráð fyrir því að sjá fljótandi hraun,“ segir Aquiles Damiron sem kom hingað frá New York ásamt þremur vinum sínum. Hópurinn heillaðist af sjónarspilinu við Fagradalsfjall sem þau segja að hafi kórónað eftirminnilega ferð. Þau eiga rúman sólarhring eftir af vikulöngu ferðalagi sínu og kláruðu nýlega ferð um hringveginn. Hvers vegna völduð þið að koma til Íslands? „Það var eitt af fyrstu löndunum sem við gátum heimsótt. Við erum öll bólusett svo þetta er eins konar bólusetningarferð,“ segir Laura Poff. „Við vorum búin að skipuleggja ferð til Síle en svo var öllu lokað þar. Okkur langaði samt að fara eitthvert, byrjuðum á því að fletta upp öðrum áfangastöðum og Ísland var opið,“ segir Alex Vance og endurómar skilaboð úr íslenskum markaðsherferðum. Aquiles Damiron, Laura Poff, Alex Vance og Justin Ritter.Vísir/Eiður Mikil viðbrigði að standa í óbyggðum Aðspurð um hvort þau hafi eytt meiri pening í þessari ferð en í venjulegu árferði svara þau játandi. Þó eru þau ekki endilega sammála um hvort það hafi verið meðvitað eður ei. „Við erum ekki endilega að eyða meiri pening því við kjósum svo heldur vegna þess að Ísland er svo dýrt miðað við New York,“ segir Vance. Hátt verðlag skyggi þó ekki á jákvæða upplifun þeirra af landinu. Það hafa mjög margir New York-búar gert sér ferð hingað svo maður vissi nokkurn veginn að þetta væri svalur staður en þetta staðfesti allt það góða sem maður hefur heyrt. Allir fossarnir og víðáttan, sérstaklega það að vera staddur í miðjum óbyggðum þegar maður er vanur að vera í þéttbýlinu í New York. Justin Ritter segir að hópurinn hafi upplifað marga magnaða staði í ferðinni og að Seyðisfjörður sé til að mynda eitt fallegasta svæði sem hann hafi nokkurn tíma séð. Hópurinn sammælist um að óhætt sé að mæla með för á Frón.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. 2. júní 2021 21:54 Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. 29. maí 2021 20:00 Dusterinn er kominn aftur á kreik Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik. 1. júní 2021 07:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. 2. júní 2021 21:54
Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. 29. maí 2021 20:00
Dusterinn er kominn aftur á kreik Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik. 1. júní 2021 07:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent