Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 09:52 Bráðalæknar segja möguleg alvarleg atvik sem kunni að koma upp vegna manneklu í sumar vera á ábyrgð stjórnenda Landspítalans og ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Ekki næst skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á bráðdeildinni í Fossvogi þessa stundina og í allt sumar, að því er segir í ályktun sem Félag bráðalækna sendi frá sér í dag. Í sumar verði að megninu til fimm vaktalínur en stundum færri. Í verkföllum er gert ráð fyrir sjö vaktalínum. Með þessu telja bráðalæknar að Landspítalinn og íslenska ríkið þvingi þá og annað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu við óviðunandi aðstæður. Embætti landslæknis, heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjórnspítalans hafi verið fullkunnugt um að í þetta stefndi í sumar. „Það er algjörlega ljóst að á bráðadeild Landspítala er verið að stofna veikum og slösuðum sjúklingum í hættu með grafalvarlegri undirmönnun. Líkur á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu eru yfirgnæfandi. Öryggi sjúklinga er ekki tryggt. Lífi og heilsu landsmanna er stefnt í hættu,“ segir í ályktuninni sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Krefjast bráðalæknar þess að landlæknir knýi á um tafalausar úrbætur af hálfu framkvæmdastjórnar og forstjóra Landspítalans. „Komi til alvarlegra atvika á bráðadeild sem rekja má til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða annarra tengdra þátta, vísum við allri ábyrgð á þeim atvikum til forstjóra Landspítala, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem æðsta yfirmanns heilbrigðismála, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Alþingis sem fer með fjárveitingarvald ríkisins,“ ályktuðu bráðalæknar. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ekki næst skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á bráðdeildinni í Fossvogi þessa stundina og í allt sumar, að því er segir í ályktun sem Félag bráðalækna sendi frá sér í dag. Í sumar verði að megninu til fimm vaktalínur en stundum færri. Í verkföllum er gert ráð fyrir sjö vaktalínum. Með þessu telja bráðalæknar að Landspítalinn og íslenska ríkið þvingi þá og annað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu við óviðunandi aðstæður. Embætti landslæknis, heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjórnspítalans hafi verið fullkunnugt um að í þetta stefndi í sumar. „Það er algjörlega ljóst að á bráðadeild Landspítala er verið að stofna veikum og slösuðum sjúklingum í hættu með grafalvarlegri undirmönnun. Líkur á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu eru yfirgnæfandi. Öryggi sjúklinga er ekki tryggt. Lífi og heilsu landsmanna er stefnt í hættu,“ segir í ályktuninni sem var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Krefjast bráðalæknar þess að landlæknir knýi á um tafalausar úrbætur af hálfu framkvæmdastjórnar og forstjóra Landspítalans. „Komi til alvarlegra atvika á bráðadeild sem rekja má til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða annarra tengdra þátta, vísum við allri ábyrgð á þeim atvikum til forstjóra Landspítala, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem æðsta yfirmanns heilbrigðismála, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Alþingis sem fer með fjárveitingarvald ríkisins,“ ályktuðu bráðalæknar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira