Telur umræðuna um Samherja smita út frá sér Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 08:08 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, tjáir sig um mál Samherja í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Neikvæð umræða um stórútgerðina Samherja smitar út frá sér og hefur áhrif á tiltrú almennings á sjávarútveginn í heild sinni, að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Hann telur Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24
Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00