Má ég vera ég? Árdís Rut H. Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:31 Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er ég ADHD stelpan 10-11 ára gömul ógreind, óþekk og hávær! Mjög hávær! Ég fékk ekki greiningu fyrr en ég fór sjálf í greiningu 25 ára gömul tveggja barna móðir, í háskólanámi, komin í algjört þrot á líkama og sál Ég skoraði mjög hátt á ADHD skalanum, bæði í ofvirkni og athyglisbresti. Nú segja margir sem þekktu mig sem barn, já við vissum það nú alltaf! Árdís, tíu eða ellefu ára gömul.Aðsend Skólaganga mín gekk lala fyrir sig, ég fór að mestu í gegnum grunnskólann á bröndurum og samkennd. Ég fékk að mestu að vera ÉG í grunnskóla. Hlægja hátt, trufla kennslu, segja brandara, teikna, syngja, íþróttir og annað misgáfulegt. Kannski var það vegna þess að grunnskólinn minn var lítill skóli út á landi, og ég meina hvert hefðu þau svo sem getað sent mig? Þegar það var ekkert ,,að” mér. Tóninn fyrir minni stöðu sem ,,brandarinn” í vinahópnum, bekknum/skólanum var hinsvegar settur ansi snemma, u.þ.b. 8 ára myndi ég áætla. Þá varð mér það einnig ljóst að ég væri ekki krakkinn sem foreldrarnir vildu hafa í kringum börnin sín. Þau skilaboð voru skýr þegar allir krakkarnir í bekknum mínum, nema ég, fengu afmælisboð í afmæli bekkjarsystur okkar. Ástæðan var e.t.v. sú að bekkjarsystur minni þótti ég hávær, óþekk, leiðinleg, eða hvað? Og mamma hennar studdi ákvörðun dóttur sinnar og leyfði henni að bjóða öllum krökkunum í afmælið nema þessu eina. Þá upplifði ég höfnun, staðfestingu á heimsku minni og vonleysi. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði bara að vera fyndin, enginn er ömurlegur sem fær aðra til að hlæja ! Þessi stimpill ásamt öðru sem ekki verður rætt að þessu sinni hélt mér í þunglyndisfangelsi fram til ársins 2014. Á þessu tímabili minnti ég sjálfa mig reglulega á hversu gölluð ég væri, enda var ekkert “að” mér sem gæti útskýrt hvað ég var heimsk og ömurleg! Í dag líður mér alla jafna vel og án ADHD væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Ég tek ADHD lyfin mín, stunda mína vinnu og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að nokkurt barn þurfi að upplifa minn veruleika. Sem er nú bara lítilvægur miðað við sögur margra barna/fullorðina á #saganokkar. Fræðum hvort annað! #ADHD #MÁÉGVERAÉG? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun