Um bólusetningar og hlutleysi skóla Ragnar Þór Pétursson skrifar 4. júní 2021 13:31 Síðustu ár hefur reglulega komið upp krafa um hlutleysi skóla í umdeildum málum. Í sjálfu sér hefur ekki farið fram mikil umræða um hlutleysiskröfuna sem slíka. Oftar er um að ræða einstök tilfelli sem af einhverjum ástæðum vekja heitar tilfinningar í samfélaginu. Mest áberandi dæmi umræðunnar eru þau hvort kirkjuheimsóknir séu eðlilegur hluti skólastarfs og hvort/hvernig skólamötuneyti skuli taka tillit til þeirra sem ekki borða kjöt. Á allra síðustu dögum hefur bæst við í umræðuna krafa frá einstökum foreldrum um að börn þeirra sitji ekki undir „áróðri“ um gagnsemi bólusetninga. Þetta er umræða sem við þurfum að taka. Af ýmsum ástæðum tel ég að dæmið um kjöt eða kjötleysi sé ágætlega fallið sem upphafspunktur. Ég sé í fljótu bragði ferns konar gagnrýna afstöðu sem hægt er að nota í mótmælaskyni við óbreytt fyrirkomulag. Ferns konar rök um hlutleysi Í fyrsta lagi getur þú verið þeirrar skoðunar að það sé alls ekki hlutverk skólans að gefa börnum að borða. Skólinn fari út fyrir sitt eðlilega og/eða lögbundna hlutverk. Það getur til dæmis verið skoðun þín að þarna sé skólinn að taka að sér hlutverk foreldra eða eyða takmörkuðum fjármunum í verkefni sem ekki ætti að vera í forgangi. Í öðru lagi getur þú álitið sem svo að skólinn megi vissulega bjóða upp á kjöt en að maturinn í skólum sé ómögulegur og vondur. Þú teljir matseðilinn í skólanum ekki falla nægilega vel að smekk þinna barna og þau eigi sama rétt á að fá mat sem þeim finnist góður eins og önnur börn. Skólinn eigi ekki að mismuna eftir smekk eða reyna að stýra honum. Í þriðja lagi getur þú haldið því fram að maturinn sé hreinlega ekki nógu góður. Kjötvaran sé ekki nógu holl og notast sé við ódýrt og ómerkilegt hráefni. Börn þurfi að fá betri fæðu og það að skólar taki að sér það verkefni að gefa þeim að borða skapi kröfu á þá um að það sé gert almennilega (hér þarf maturinn í raun og sann að vera býsna óhollur til að þessi rök séu ekki bara dulbúin rök um smekk). Í fjórða lagi getur þú sagt að það sé siðferðileg afstaða þín að borða ekki kjöt. Þetta sé afstaða sem þú viljir ala börnin þín upp í og þar sem um sé að ræða algerlega eðlilega (og jafnvel algenga) afstöðu hljótir þú að geta gert kröfu um að skólinn taki tillit til ykkar. Lágmarkskrafan sé sú að boðið sé upp á aðra kosti þegar kjöt er á borðum. Hér getur afstaðan einnig verið trúarleg, t.d. þannig að þú og börn þín borði ekki svínakjöt af trúarástæðum. Þessar fjórar tegundir raka mætti kalla hlutverkarök, smekksrök, gæðarök og lífsskoðunarrök um hlutleysi skólans. Mér sýnist að samskonar rök geti gengið í flestum rökræðum um hlutleysi skólanna. Bólusetningar og hlutleysi Skoðum nú kröfuna um að börn sitji ekki undir áróðri um nytsemi bólusetninga og mátum við þetta. Hlutverkarök Afar auðvelt er að rökstyðja það að fræðsla um nytsemi bólusetninga falli innan hlutverks skólans. Það er beinlínis krökkt af markmiðum og kröfum í aðalnámskrá sem falla hér undir. Eitt lítið dæmi gæti verið krafan um að nemandi skuli í lok skólagöngu sinnar geta rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra. Dæmin eru þó miklu fleiri. Smekksrök Mikilvægt er að gera greinarmun á smekk, staðreynd og skoðun. Ef fræðsla um bólusetningar er byggð á staðreyndum má vissulega finna einhver grá svæði þegar rýnt er í hvaða skoðanir myndaðar eru á grunni þeirra. Smekksrök hljóta þó að vega hér afar lítið. Gæðarök Líklega fellur umræða um skoðanir hér undir. Það er eðlilegt að til staðar sé gagnrýnin umræða um skoðanamyndandi þætti skólastarfs. Það er nefnilega skýrt af lögbundnu hlutverki skóla að í skóla eigi nemendur að læra að taka afstöðu, ígrunda hana og gera grein fyrir henni. Þetta snertir grunnhlutverk skólans við að undirbúa börn undir líf og starf í lýðræðisríki. Að sjálfsögðu má mynda sér skoðanir eða afstöðu án þess að vandað sé til verka. Slík skoðanamyndun er þó ekki í samræmi við hlutverk skólanna eins og því er lýst. Það er því eðlilegt að samfélagsleg umræða fari fram um þennan þátt þegar umdeild mál skekja samfélagið. Lífsskoðunarrök Án þess að ætla að gera fólki upp skoðanir þá virðist allmikið af umræðu um bólusetningar í samfélaginu falla undir þennan lið. Bólusetning er ekki skylda og einhverjir hópar taka afstöðu gegn þeim af nokkurs konar prinsippástæðum. Rökin á bak við það eru margvísleg. Í einhverjum tilfellum telja menn bóluefni og bólusetningar hluta af spilltu hagnaðardrifnu kerfi óheiðarlegs lyfjageira sem ekki sé treystandi. Eins virðist til andstaða við bólusetningar á grundvelli þess að fólk vilji bera ábyrgð á eigin heilsu með öðrum aðferðum. Sú afstaða getur jafnvel rist svo djúpt að fólk er tilbúið að þjást og jafnvel deyja til að standa við við hana. Þekkt er hvernig Bobby Fischer hafnaði læknismeðferð sem mögulega hefði bjargað lífi hans. Sama má segja um Steve Jobs og Bob Marley svo nefnd séu fleiri dæmi. Réttur barna Sem færir okkur að öðrum kjarna þessa máls. Það er eitt að neita sjálfum sér um læknismeðferð en annað að neita börnum sínum um hana. Börn hafa sjálfstæða tilvist og sjálfstæðan rétt. Þau eiga ekki að vera útibú foreldra sinna, hvort sem um er að ræða smekk eða skoðanir. Það er vissulega ábyrgð fjölskyldna að leiðbeina börnum og fræða þau og stjórnvöldum ber að virða ábyrgð, skyldur og réttindi fjölskyldna. Börn eiga hins vegar líka sjálfstæðan rétt á menntun og upplýsingum. Það gleymist oft að Barnasáttmáli SÞ kveður beinlínis á um að börn eigi rétt á að upplýsingum sé miðlað til þeirra, t.d. í fjölmiðlum. Jafnvel mætti ganga svo langt að segja að það sé hlutverk okkar, hinna fullorðnu, að skapa mál- og upplýsingaheim sem opinn er börnum og ungmennum. Hér er ég ekki að tala um hlutverk kennara og foreldra heldur einfaldlega þær skyldur sem fylgja því að búa í samfélagi. Færa má býsna sannfærandi rök fyrir því að greinileg hnignun lýðræðis í okkar heimshluta um þessar mundir birtist að einhverju leyti í því að við vanrækjum þetta. Við gerum ekki greinarmun á staðreyndum og skoðunum; upplýsingum og áróðri. Skólinn og bólusetningar Að mínu mati er algerlega óefað að umfjöllun um bólusetningar sé eðlilegur hluti af skyldunámi barna. Sú umfjöllun á þó að vera vönduð og fagleg og byggja á staðreyndum. Hún á ekki að vera áróður – en um leið eru það ekki andstæðingar bólusetninga sem skilgreina hvað er áróður og hvað ekki. Bólusetningar eru raunar kjörið viðfangsefni skólastarfs því fræðsla og umræða um þær hefur margar víddir, þar á meðal líffræðilegar, samfélagslegar og siðferðislegar. Þótt þetta séu umræðusvið sem við, hin fullorðnu, eigum erfitt með að fóta okkur á þá eiga börn rétt á að vera upplýst um þau. Það er vel hægt að gera án þess að ala á fordómum eða vanvirðingu. Þess vegna, meðal annars, starfar fagfólk í skólum – sem stýrir þar umræðum og fræðslu. Samfélag, sem stöðugt tvístrar sér og stendur í áflogum um alla hluti, hefur enga heimtingu á að krefja skóla um að vera hlutlausir, ef hlutleysi er meint þannig að umdeild mál séu látin vera. Miklu frekar eiga börn rétt á því að fullorðnir stilli sig um að gera öll mál umdeild. Foreldrar eiga ekki að geta frábeðið „sér“ nám barna sinna. Börnin eiga sjálfstæðan rétt á því að kynnast öðrum heimsmyndum en foreldra sinna. Þau eiga einnig rétt á því að nám þeirra og kennsla sé góð; að námsefni sé vandað og kennarar færir. Eitt af því sem kennarar geta gert til að stuðla að því er virk umræða um fagleg mál og stöðug starfsþróun. Líklega er löngu orðið tímabært að samfélagið (og þá sérstaklega skólafólkið) taki til róttækrar umræðu hinar ýmsar hliðar hlutleysiskröfunnar. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Bólusetningar Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur reglulega komið upp krafa um hlutleysi skóla í umdeildum málum. Í sjálfu sér hefur ekki farið fram mikil umræða um hlutleysiskröfuna sem slíka. Oftar er um að ræða einstök tilfelli sem af einhverjum ástæðum vekja heitar tilfinningar í samfélaginu. Mest áberandi dæmi umræðunnar eru þau hvort kirkjuheimsóknir séu eðlilegur hluti skólastarfs og hvort/hvernig skólamötuneyti skuli taka tillit til þeirra sem ekki borða kjöt. Á allra síðustu dögum hefur bæst við í umræðuna krafa frá einstökum foreldrum um að börn þeirra sitji ekki undir „áróðri“ um gagnsemi bólusetninga. Þetta er umræða sem við þurfum að taka. Af ýmsum ástæðum tel ég að dæmið um kjöt eða kjötleysi sé ágætlega fallið sem upphafspunktur. Ég sé í fljótu bragði ferns konar gagnrýna afstöðu sem hægt er að nota í mótmælaskyni við óbreytt fyrirkomulag. Ferns konar rök um hlutleysi Í fyrsta lagi getur þú verið þeirrar skoðunar að það sé alls ekki hlutverk skólans að gefa börnum að borða. Skólinn fari út fyrir sitt eðlilega og/eða lögbundna hlutverk. Það getur til dæmis verið skoðun þín að þarna sé skólinn að taka að sér hlutverk foreldra eða eyða takmörkuðum fjármunum í verkefni sem ekki ætti að vera í forgangi. Í öðru lagi getur þú álitið sem svo að skólinn megi vissulega bjóða upp á kjöt en að maturinn í skólum sé ómögulegur og vondur. Þú teljir matseðilinn í skólanum ekki falla nægilega vel að smekk þinna barna og þau eigi sama rétt á að fá mat sem þeim finnist góður eins og önnur börn. Skólinn eigi ekki að mismuna eftir smekk eða reyna að stýra honum. Í þriðja lagi getur þú haldið því fram að maturinn sé hreinlega ekki nógu góður. Kjötvaran sé ekki nógu holl og notast sé við ódýrt og ómerkilegt hráefni. Börn þurfi að fá betri fæðu og það að skólar taki að sér það verkefni að gefa þeim að borða skapi kröfu á þá um að það sé gert almennilega (hér þarf maturinn í raun og sann að vera býsna óhollur til að þessi rök séu ekki bara dulbúin rök um smekk). Í fjórða lagi getur þú sagt að það sé siðferðileg afstaða þín að borða ekki kjöt. Þetta sé afstaða sem þú viljir ala börnin þín upp í og þar sem um sé að ræða algerlega eðlilega (og jafnvel algenga) afstöðu hljótir þú að geta gert kröfu um að skólinn taki tillit til ykkar. Lágmarkskrafan sé sú að boðið sé upp á aðra kosti þegar kjöt er á borðum. Hér getur afstaðan einnig verið trúarleg, t.d. þannig að þú og börn þín borði ekki svínakjöt af trúarástæðum. Þessar fjórar tegundir raka mætti kalla hlutverkarök, smekksrök, gæðarök og lífsskoðunarrök um hlutleysi skólans. Mér sýnist að samskonar rök geti gengið í flestum rökræðum um hlutleysi skólanna. Bólusetningar og hlutleysi Skoðum nú kröfuna um að börn sitji ekki undir áróðri um nytsemi bólusetninga og mátum við þetta. Hlutverkarök Afar auðvelt er að rökstyðja það að fræðsla um nytsemi bólusetninga falli innan hlutverks skólans. Það er beinlínis krökkt af markmiðum og kröfum í aðalnámskrá sem falla hér undir. Eitt lítið dæmi gæti verið krafan um að nemandi skuli í lok skólagöngu sinnar geta rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra. Dæmin eru þó miklu fleiri. Smekksrök Mikilvægt er að gera greinarmun á smekk, staðreynd og skoðun. Ef fræðsla um bólusetningar er byggð á staðreyndum má vissulega finna einhver grá svæði þegar rýnt er í hvaða skoðanir myndaðar eru á grunni þeirra. Smekksrök hljóta þó að vega hér afar lítið. Gæðarök Líklega fellur umræða um skoðanir hér undir. Það er eðlilegt að til staðar sé gagnrýnin umræða um skoðanamyndandi þætti skólastarfs. Það er nefnilega skýrt af lögbundnu hlutverki skóla að í skóla eigi nemendur að læra að taka afstöðu, ígrunda hana og gera grein fyrir henni. Þetta snertir grunnhlutverk skólans við að undirbúa börn undir líf og starf í lýðræðisríki. Að sjálfsögðu má mynda sér skoðanir eða afstöðu án þess að vandað sé til verka. Slík skoðanamyndun er þó ekki í samræmi við hlutverk skólanna eins og því er lýst. Það er því eðlilegt að samfélagsleg umræða fari fram um þennan þátt þegar umdeild mál skekja samfélagið. Lífsskoðunarrök Án þess að ætla að gera fólki upp skoðanir þá virðist allmikið af umræðu um bólusetningar í samfélaginu falla undir þennan lið. Bólusetning er ekki skylda og einhverjir hópar taka afstöðu gegn þeim af nokkurs konar prinsippástæðum. Rökin á bak við það eru margvísleg. Í einhverjum tilfellum telja menn bóluefni og bólusetningar hluta af spilltu hagnaðardrifnu kerfi óheiðarlegs lyfjageira sem ekki sé treystandi. Eins virðist til andstaða við bólusetningar á grundvelli þess að fólk vilji bera ábyrgð á eigin heilsu með öðrum aðferðum. Sú afstaða getur jafnvel rist svo djúpt að fólk er tilbúið að þjást og jafnvel deyja til að standa við við hana. Þekkt er hvernig Bobby Fischer hafnaði læknismeðferð sem mögulega hefði bjargað lífi hans. Sama má segja um Steve Jobs og Bob Marley svo nefnd séu fleiri dæmi. Réttur barna Sem færir okkur að öðrum kjarna þessa máls. Það er eitt að neita sjálfum sér um læknismeðferð en annað að neita börnum sínum um hana. Börn hafa sjálfstæða tilvist og sjálfstæðan rétt. Þau eiga ekki að vera útibú foreldra sinna, hvort sem um er að ræða smekk eða skoðanir. Það er vissulega ábyrgð fjölskyldna að leiðbeina börnum og fræða þau og stjórnvöldum ber að virða ábyrgð, skyldur og réttindi fjölskyldna. Börn eiga hins vegar líka sjálfstæðan rétt á menntun og upplýsingum. Það gleymist oft að Barnasáttmáli SÞ kveður beinlínis á um að börn eigi rétt á að upplýsingum sé miðlað til þeirra, t.d. í fjölmiðlum. Jafnvel mætti ganga svo langt að segja að það sé hlutverk okkar, hinna fullorðnu, að skapa mál- og upplýsingaheim sem opinn er börnum og ungmennum. Hér er ég ekki að tala um hlutverk kennara og foreldra heldur einfaldlega þær skyldur sem fylgja því að búa í samfélagi. Færa má býsna sannfærandi rök fyrir því að greinileg hnignun lýðræðis í okkar heimshluta um þessar mundir birtist að einhverju leyti í því að við vanrækjum þetta. Við gerum ekki greinarmun á staðreyndum og skoðunum; upplýsingum og áróðri. Skólinn og bólusetningar Að mínu mati er algerlega óefað að umfjöllun um bólusetningar sé eðlilegur hluti af skyldunámi barna. Sú umfjöllun á þó að vera vönduð og fagleg og byggja á staðreyndum. Hún á ekki að vera áróður – en um leið eru það ekki andstæðingar bólusetninga sem skilgreina hvað er áróður og hvað ekki. Bólusetningar eru raunar kjörið viðfangsefni skólastarfs því fræðsla og umræða um þær hefur margar víddir, þar á meðal líffræðilegar, samfélagslegar og siðferðislegar. Þótt þetta séu umræðusvið sem við, hin fullorðnu, eigum erfitt með að fóta okkur á þá eiga börn rétt á að vera upplýst um þau. Það er vel hægt að gera án þess að ala á fordómum eða vanvirðingu. Þess vegna, meðal annars, starfar fagfólk í skólum – sem stýrir þar umræðum og fræðslu. Samfélag, sem stöðugt tvístrar sér og stendur í áflogum um alla hluti, hefur enga heimtingu á að krefja skóla um að vera hlutlausir, ef hlutleysi er meint þannig að umdeild mál séu látin vera. Miklu frekar eiga börn rétt á því að fullorðnir stilli sig um að gera öll mál umdeild. Foreldrar eiga ekki að geta frábeðið „sér“ nám barna sinna. Börnin eiga sjálfstæðan rétt á því að kynnast öðrum heimsmyndum en foreldra sinna. Þau eiga einnig rétt á því að nám þeirra og kennsla sé góð; að námsefni sé vandað og kennarar færir. Eitt af því sem kennarar geta gert til að stuðla að því er virk umræða um fagleg mál og stöðug starfsþróun. Líklega er löngu orðið tímabært að samfélagið (og þá sérstaklega skólafólkið) taki til róttækrar umræðu hinar ýmsar hliðar hlutleysiskröfunnar. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun