Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:12 Svetlana Tsikhnouskaja er einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem hafa hrökklast í sjálfskipaða útlegð undan ofríiki stjórnar Lúkajsenka. Vísir/EPA Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi. Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira