Enski boltinn

Fyrrverandi markvörður Arsenal látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alan Miller lést í gær, 3. júní.
Alan Miller lést í gær, 3. júní. getty/Shaun Botterill

Alan Miller, fyrrverandi markvörður Arsenal, Middlesbrough, West Brom og fleiri liða, er látinn, 51 árs að aldri.

Miller var uppalinn hjá Arsenal og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Leeds United í nóvember 1992. Hann varð þar með fyrsti markvörðurinn í sögu Arsenal til að koma inn á sem varamaður í leik.

Miller lék alls sex leiki með Arsenal. Hann varð bikarmeistari með liðinu 1993 og Evrópumeistari bikarhafa ári seinna.

Hann gekk í raðir Middlesbrough 1994 og var í liðinu sem vann B-deildina 1995. Miller fór til West Brom 1997 og svo til Blackburn Rovers 2000. Hann lagði skóna á hilluna 2003 vegna bakmeiðsla.

Lee Dixon, sem lék með Miller hjá Arsenal, minntist hans á Twitter í gær.

„Er miður mín eftir að hafa heyrt af andláti samherja okkar Alans Miller. Hann var einn af þessum góðu. Þvílíkur maður. Hjarta úr gulli. Hvíldu í friði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×