Níu og fjögurra ára keyrðu af stað til Kaliforníu til að synda með höfrungunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 22:25 Á myndinni er hvorugt barnanna sem um ræðir. Getty Tvær barnungar stúlkur í Utah í Bandaríkjunum tóku sig til og óku af stað til Kaliforníu, á bíl foreldra sinna, til þess að synda með höfrungunum. Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna. Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna.
Bandaríkin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira