Lögðu ekki nóg á sig við að ná í sprengjumanninn í Nashville Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 21:50 Anthony Warner var 63 ára gamall. FBI Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefði átt að gera meira til að ná sambandi við Anthony Q. Warner eftir að tilkynning barst árið 2019 um að hann væri að smíða sprengjur. Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville í desember í fyrra. Skömmu eftir sprenginguna, þegar fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að þessi tilkynning hefði borist, fullyrtu forsvarsmenn lögreglunnar að lögregluþjónar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ná tali af Warner. Eftir að fyrrverandi kærasta Warner hafði sagt hann vera að smíða sprengjur í húsbíl sínum, sem hann hafði lagt við hús sitt, fóru lögregluþjónar á vettvang og bönkuðu uppá hjá Warner. Hann kom þó ekki til dyra og þar sem lögregluþjónarnir höfðu ekki heimild til að fara inn á afgirta lóð Warners aðhöfðust þeir ekkert meira. Lögreglan sagði svo í kjölfarið að allt hefði verið reynt til að komast til botns í málinu en það skilaði þó engri niðurstöðu. Sjá einnig: Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Niðurstöður rannsóknar um þessa viðleitni lögreglunnar sýna að engar skýrslur voru gerðar um meintar tilraunir lögregluþjóna til að ná frekar í Warner. Samkvæmt frétt New York Times segir í niðurstöðunum, sem opinberaðar voru í gær, að lögreglan hefði átt að ganga mun harðar fram gagnvart Warner. Sprengingin olli miklum skemmdum í miðbæ Nashville en enginn dó fyrir utan Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum.AP/Mark Humphrey Meðal annars hefði átt að vakta hann, reyna að ræða frekar við fyrrverandi kærustu hans, vinnuveitendur, fjölskyldumeðlimi og nágranna. Þá hefðu þeir átt að reyna að fá heimild til að gera húsleit á heimili Warners. Þrátt fyrir það segir í niðurstöðunum að ómögulegt sé að vita með vissu hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sprengjuárásina. Heyrðu skothríð snemma morguns Snemma að morgni jóladags 2020 heyrðu íbúar Nashville skothvelli í miðbæ borgarinnar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl Warners, sem hann hafði lagt í miðbænum, heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa í loft upp eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petulu Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Hinn 63 ára gamli Warner var í bílnum og var hann sá eini sem dó. Sprengingin olli þó miklum skemmdum á mörgum af elstu byggingum borgarinnar og kom niður á fjarskiptum á svæðinu. Það var vegna þess að Warner hafði lagt bílnum fyrir utan bygging fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Hér má sjá myndefni af sprengingunni. Tilefni árásarinnar liggur ekki enn fyrir en Warner hafði rætt mikið vantraust sitt gagnvart yfirvöldum við vini sína og hafði deilt með þeim ritgerð um samsæriskenningar um eðlufólk. Það eru geimverur, sem eru eðlur og eiga búa í göngum neðanjarðar og geta tekið útlit manna. Hann er sagður hafa trúað því að þetta eðlufólk væri raunverulegt og gisti hann reglulega í þjóðgarði skammt frá Nashville, þar sem hann er sagður hafa reynt að veiða eðlufólk. „Ef þú reynir að veiða þá, kemstu fljótt að því að þú ert sá sem verið er að veiða,“ skrifaði Warner í ritgerð sína. Bandaríkin Tengdar fréttir Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12 Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Skömmu eftir sprenginguna, þegar fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að þessi tilkynning hefði borist, fullyrtu forsvarsmenn lögreglunnar að lögregluþjónar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ná tali af Warner. Eftir að fyrrverandi kærasta Warner hafði sagt hann vera að smíða sprengjur í húsbíl sínum, sem hann hafði lagt við hús sitt, fóru lögregluþjónar á vettvang og bönkuðu uppá hjá Warner. Hann kom þó ekki til dyra og þar sem lögregluþjónarnir höfðu ekki heimild til að fara inn á afgirta lóð Warners aðhöfðust þeir ekkert meira. Lögreglan sagði svo í kjölfarið að allt hefði verið reynt til að komast til botns í málinu en það skilaði þó engri niðurstöðu. Sjá einnig: Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Niðurstöður rannsóknar um þessa viðleitni lögreglunnar sýna að engar skýrslur voru gerðar um meintar tilraunir lögregluþjóna til að ná frekar í Warner. Samkvæmt frétt New York Times segir í niðurstöðunum, sem opinberaðar voru í gær, að lögreglan hefði átt að ganga mun harðar fram gagnvart Warner. Sprengingin olli miklum skemmdum í miðbæ Nashville en enginn dó fyrir utan Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum.AP/Mark Humphrey Meðal annars hefði átt að vakta hann, reyna að ræða frekar við fyrrverandi kærustu hans, vinnuveitendur, fjölskyldumeðlimi og nágranna. Þá hefðu þeir átt að reyna að fá heimild til að gera húsleit á heimili Warners. Þrátt fyrir það segir í niðurstöðunum að ómögulegt sé að vita með vissu hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sprengjuárásina. Heyrðu skothríð snemma morguns Snemma að morgni jóladags 2020 heyrðu íbúar Nashville skothvelli í miðbæ borgarinnar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl Warners, sem hann hafði lagt í miðbænum, heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa í loft upp eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petulu Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Hinn 63 ára gamli Warner var í bílnum og var hann sá eini sem dó. Sprengingin olli þó miklum skemmdum á mörgum af elstu byggingum borgarinnar og kom niður á fjarskiptum á svæðinu. Það var vegna þess að Warner hafði lagt bílnum fyrir utan bygging fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Hér má sjá myndefni af sprengingunni. Tilefni árásarinnar liggur ekki enn fyrir en Warner hafði rætt mikið vantraust sitt gagnvart yfirvöldum við vini sína og hafði deilt með þeim ritgerð um samsæriskenningar um eðlufólk. Það eru geimverur, sem eru eðlur og eiga búa í göngum neðanjarðar og geta tekið útlit manna. Hann er sagður hafa trúað því að þetta eðlufólk væri raunverulegt og gisti hann reglulega í þjóðgarði skammt frá Nashville, þar sem hann er sagður hafa reynt að veiða eðlufólk. „Ef þú reynir að veiða þá, kemstu fljótt að því að þú ert sá sem verið er að veiða,“ skrifaði Warner í ritgerð sína.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12 Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Sjá meira
Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. 29. desember 2020 12:12
Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent