Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. júní 2021 19:01 Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til. Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til.
Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira