ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana. Í fyrra, eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum og samkomubann var á Íslandi, æfði hún til að mynda í þessari uppblásnu laug í bílskúrnum heima hjá sér. vísir/vilhelm Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira