Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 17:44 Mun meira atvinnuleysi er spáð á Íslandi á næsta ári en þeim löndum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. vísir/vilhelm Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Samkvæmt spánni munu til dæmis löndin Bandaríkin, Írland, Japan og Noregur endurheimta sama efnahagsstyrk og fyrir faraldurinn á næstu mánuðum. Ísland á hins vegar ekki að ná þeim áfanga fyrr en eftir rúm tvö ár, á þriðja ársfjórðungi ársins 2023. Spá OECD um það hvenær þróuð ríki ná aftur fyrri efnahagsstyrk sínum.oecd Í skýrslunni segir að þegar atvinnuúrræðum stjórnvalda ljúki eftir sumarið sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8 prósent en það eigi eftir að minnka niður í 7,6 prósent á næsta ári. Það er gríðarlega mikið atvinnuleysi en til samanburðar við ríki sem eiga að ná aftur sömu vergu landsframleiðslu á mann á næstu mánuðum er aðeins spáð 4 prósent atvinnuleysi í Noregi á næsta ári og 4,3 prósent í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa. Stjórnvöld beini aðgerðum að verst stöddu heimilunum Í skýrslunni eru íslensk stjórnvöld þá hvött til að beina stuðningsaðgerðum sínum beint að þeim sem þurfa mest á þeim að halda, eins og heimilum sem eru illa stödd fjárhagslega. Verg landsframleiðsla á Íslandi á síðan að aukast um 2,8 prósent í ár og 4,7 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að ferðaþjónustan fari að taka við sér á næstu mánuðum og að sjávarútvegurinn haldi áfram að skila inn tekjum. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld heimilanna eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Sömu vergu landsframleiðslu og þekktist fyrir faraldurinn verður þó ekki náð fyrr en á síðari hluta þarnæsta árs.
Verg landsframleiðsla á mann: Verg landsframleiðsla (VLF) innifelur allar vörur og þjónustu sem framleidd er innan hvers ríkis árlega, að frádregnum þeim vörum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hér er VLF deilt jafnt á alla íbúa landa.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira