Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 74-65 | Sópurinn á lofti og Valur Íslandsmeistari Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 2. júní 2021 21:48 Bikarinn fer á loft. vísir/bára Valur er Íslandsmeistari í körfubolta! Til hamingju Valskonur! Valur vann Hauka 3-0 í úrslitarimmu um titilinn og vannst þriðji sigurinn í kvöld. Valur ver því titilinn sem vannst árið 2019. Þessi þriðji leikur var gífurlega spennandi framan af, líkt og leikur tvö, nema Haukar náðu meiri forystu en þeim tókst í síðasta leik. En líkt og í leik tvö þá kláruðu Valskonur leikinn á endasprettinum og unnu að lokum níu stiga sigur. Það munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en Haukakonur mættu fráæbærlega stefndar í seinni hálfleikinn og náðu mest tíu stiga forskoti og það í tvígang. Það var alltaf tilfinningin samt að Valskonur ættu eitthvað inni á tankinum og líkt og í leik tvö settu þær stór skot niður á mikilvægum tímapunktum. Lokaleikhlutann vann Valur 20-7 og kláraði einvígið. Haukakonur geta verið sáttar við langstærstan hluta leiksins en Valskonur sýndu mátt sinn og megin þegar mest lá við og sýndu að þær eru með besta lið landsins. Guðbjörg með boltann í leiknum í kvöld.vísir/bára Af hverju vann Valur? Einfalda svarið er að þær voru kaldari þegar mest lá við. Þær náðu að svara áhlaupi Hauka í seinni hálfleik og kláruðu þetta í þremur leikjum eins og lagt var upp með. Hverjar stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir var að mínu viti best á vellinum. Hún var gjörsamlega frábær í dag og skoraði 24 stig, fiskaði fimm villur og tók níu fráköst. Alyesha Lovett átti einnig ágætis leik hjá Haukum og skoraði átján stig. Helena Sverrisdóttir var framlagshæst (28) á vellinum eins og svo oft áður. Hún var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum. í dag skoraði hún fimmtán stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst hjá Val og skoraði átján stig og tók einnig átta fráköst. Hvað gekk illa? Það má segja að fjórði leikhluti hafi gengið illa í heild hjá Haukum. Endurkoma Vals byrjaði með svo gott sem flautuþrist frá Dagbjörtu Dögg fyrir Val í lok þriðja leikhluta. Hvað gerist næst? Sumarfrí á bæði lið og safnað kröftum fyrir næsta tímabil. Helena og Valur eru meistarar.vísir/bára Hildur Björg: Búin að hugsa um þetta síðasta mánuðinn „Tilfinningin er rosalega góð. Við erum búin að vinna að þessu í heilt ár þannig tilfinningin er geggjuð,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals. Leikurinn var jafn framan af, var skemmtilegra að vinna eftir jafnan leik? „Það er erfitt að segja en þetta gerði lokasóknirnar sætari. Þetta var erfiður leikur en við erum glaðar að fara með sigur.“ Hildur gekk í raðir Vals frá KR í maí eftir síðasta tímabil. „Þetta er algjörlega það sem ég setti upp með. Það var sama hvaða lið ég hefði farið í og sérstaklega hér. Það eru settar kröfur á titlar og við erum glaðar að ná því.“ Hversu gaman er að spila með þessu Valsliði? „Það er ógeðslega gaman, þetta eru frábærar stelpur og mér líður vel hérna. Við erum búnar að vinna vel fyrir þessu.“ Hildur segist ætla að njóta sigursins í kvöld. „Ég ætla vera með stelpunum og fjölskyldunni og svo kemur annað í ljós. Ég er ekki farin að pæla í neinu öðru núna, ég er búin að hugsa um þetta síðasta mánuðinn,“ sagði Hildur sátt. Bjarni: Deja vu frá síðasta leik „Þú getur rétt ímyndað þér, tilfinningin er ekki góð,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Þetta er bara Deja vu frá síðasta leik nema við náum meiri forystu og vorum með góða stjórn á leiknum. Svo gerist eitthvað sem við í teyminu þurfum að skoða, hvað það er sem klikkar síðustu mínúturnar í leikjunum. Við verðum of hikandi og setjum ekki okkar skot ofan í.“ Má kenna stressi um þessa kafla í lok leikjanna? „Nei, nei, þú finnur ekkert fyrir stressi svona djúpt inn í leik. Það er engin pressa á stelpunum og enginn talað um að þær ættu að koma til baka og vinna þrjá leiki í röð. Það var bara sú pressa sem þær settu á sig. Flestar hafa þessar stelpur verið í þessari stöðu áður. Þær settu niður skotin en við ekki, áfram gakk.“ Ef litið er á tímabil Hauka í heild, er þetta ásættanlegur árangur? „Við ætluðum okkur meira, við ætluðum að vinna þessa seríu en þetta eru ekki endalok á öllu. Heilt yfir er ég sáttur með tímabilið. Auðvitað verðum við svekkt í kvöld, þetta eru allt keppniskonur sem ætla sér að sigra. Tímabilið er búið að vera gott hjá okkur og stefnt í rétta átt allan tímann.“ Bjarni sagði að lokum að hann sé með samning áfram við Hauka sem og Ingvar aðstoðarmaður hans. „Nú förum við í það að hitta formanninn og byrja að plana áframhaldið,“ sagði Bjarni að lokum. Dominos-deild kvenna Valur Haukar
Valur er Íslandsmeistari í körfubolta! Til hamingju Valskonur! Valur vann Hauka 3-0 í úrslitarimmu um titilinn og vannst þriðji sigurinn í kvöld. Valur ver því titilinn sem vannst árið 2019. Þessi þriðji leikur var gífurlega spennandi framan af, líkt og leikur tvö, nema Haukar náðu meiri forystu en þeim tókst í síðasta leik. En líkt og í leik tvö þá kláruðu Valskonur leikinn á endasprettinum og unnu að lokum níu stiga sigur. Það munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en Haukakonur mættu fráæbærlega stefndar í seinni hálfleikinn og náðu mest tíu stiga forskoti og það í tvígang. Það var alltaf tilfinningin samt að Valskonur ættu eitthvað inni á tankinum og líkt og í leik tvö settu þær stór skot niður á mikilvægum tímapunktum. Lokaleikhlutann vann Valur 20-7 og kláraði einvígið. Haukakonur geta verið sáttar við langstærstan hluta leiksins en Valskonur sýndu mátt sinn og megin þegar mest lá við og sýndu að þær eru með besta lið landsins. Guðbjörg með boltann í leiknum í kvöld.vísir/bára Af hverju vann Valur? Einfalda svarið er að þær voru kaldari þegar mest lá við. Þær náðu að svara áhlaupi Hauka í seinni hálfleik og kláruðu þetta í þremur leikjum eins og lagt var upp með. Hverjar stóðu upp úr? Sara Rún Hinriksdóttir var að mínu viti best á vellinum. Hún var gjörsamlega frábær í dag og skoraði 24 stig, fiskaði fimm villur og tók níu fráköst. Alyesha Lovett átti einnig ágætis leik hjá Haukum og skoraði átján stig. Helena Sverrisdóttir var framlagshæst (28) á vellinum eins og svo oft áður. Hún var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum. í dag skoraði hún fimmtán stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst hjá Val og skoraði átján stig og tók einnig átta fráköst. Hvað gekk illa? Það má segja að fjórði leikhluti hafi gengið illa í heild hjá Haukum. Endurkoma Vals byrjaði með svo gott sem flautuþrist frá Dagbjörtu Dögg fyrir Val í lok þriðja leikhluta. Hvað gerist næst? Sumarfrí á bæði lið og safnað kröftum fyrir næsta tímabil. Helena og Valur eru meistarar.vísir/bára Hildur Björg: Búin að hugsa um þetta síðasta mánuðinn „Tilfinningin er rosalega góð. Við erum búin að vinna að þessu í heilt ár þannig tilfinningin er geggjuð,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals. Leikurinn var jafn framan af, var skemmtilegra að vinna eftir jafnan leik? „Það er erfitt að segja en þetta gerði lokasóknirnar sætari. Þetta var erfiður leikur en við erum glaðar að fara með sigur.“ Hildur gekk í raðir Vals frá KR í maí eftir síðasta tímabil. „Þetta er algjörlega það sem ég setti upp með. Það var sama hvaða lið ég hefði farið í og sérstaklega hér. Það eru settar kröfur á titlar og við erum glaðar að ná því.“ Hversu gaman er að spila með þessu Valsliði? „Það er ógeðslega gaman, þetta eru frábærar stelpur og mér líður vel hérna. Við erum búnar að vinna vel fyrir þessu.“ Hildur segist ætla að njóta sigursins í kvöld. „Ég ætla vera með stelpunum og fjölskyldunni og svo kemur annað í ljós. Ég er ekki farin að pæla í neinu öðru núna, ég er búin að hugsa um þetta síðasta mánuðinn,“ sagði Hildur sátt. Bjarni: Deja vu frá síðasta leik „Þú getur rétt ímyndað þér, tilfinningin er ekki góð,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Þetta er bara Deja vu frá síðasta leik nema við náum meiri forystu og vorum með góða stjórn á leiknum. Svo gerist eitthvað sem við í teyminu þurfum að skoða, hvað það er sem klikkar síðustu mínúturnar í leikjunum. Við verðum of hikandi og setjum ekki okkar skot ofan í.“ Má kenna stressi um þessa kafla í lok leikjanna? „Nei, nei, þú finnur ekkert fyrir stressi svona djúpt inn í leik. Það er engin pressa á stelpunum og enginn talað um að þær ættu að koma til baka og vinna þrjá leiki í röð. Það var bara sú pressa sem þær settu á sig. Flestar hafa þessar stelpur verið í þessari stöðu áður. Þær settu niður skotin en við ekki, áfram gakk.“ Ef litið er á tímabil Hauka í heild, er þetta ásættanlegur árangur? „Við ætluðum okkur meira, við ætluðum að vinna þessa seríu en þetta eru ekki endalok á öllu. Heilt yfir er ég sáttur með tímabilið. Auðvitað verðum við svekkt í kvöld, þetta eru allt keppniskonur sem ætla sér að sigra. Tímabilið er búið að vera gott hjá okkur og stefnt í rétta átt allan tímann.“ Bjarni sagði að lokum að hann sé með samning áfram við Hauka sem og Ingvar aðstoðarmaður hans. „Nú förum við í það að hitta formanninn og byrja að plana áframhaldið,“ sagði Bjarni að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti