Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 08:01 Mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira