Innlent

Skúta brann á Seyðisfirði í gærkvöldi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp.
Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Skútan Stephima varð alelda í gærkvöldi, þar sem hún lá við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Skútan var mannlaus þegar eldurinn kom upp en hún er mjög illa farin. Eldsupptök eru óljós.

Frá þessu greindi Austurfrétt í gærkvöldi.

Slökkvilið Múlaþings var kallað á vettvang þegar ljóst var að eldur var kominn upp í skútunni. Slökkvistarf gekk vel en nokkurn tíma tók að sjá til þess að engar glæður væru eftir.

„„Það er erfitt að eiga við eld í svona trefjabátum. Við slökktum í með froðu. Það er ekki mikill eldur en þetta varasamt og erfitt, þetta er skemmtibátur með miklu dóti í og mörgum litlum rýmum,“ hefur Austurfrétt eftir Haraldi Geir Eðvaldssyni slökkviliðsstjóra.

Skútan siglir undir erlendum merkjum og kom til Seyðisfjarðar frá Færeyjum um miðjan maí. Til stóð að hífa hana upp í gærkvöldi til að koma í veg fyrir mögulega mengun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×