Haukur Helgi í Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:45 Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira
Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira