Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 15:30 Innflutningur á nýjum bílum færist í aukanna. Vísir/Vilhelm Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira