Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 89-81 | Keflavík tók forystuna eftir rosalegan leik Atli Arason skrifar 1. júní 2021 23:34 Keflavík er komið í 1-0 gegn KR. Vísir Gott gengi Keflavíkur heldur áfram er liðið tók forystuna gegn KR í rimmu liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir mjög jafnan leik tókst Keflavík að skora síðustu körfur leiksins og vinna átta stiga sigur, lokatölur 89-81. Leikurinn var í járnum allt frá upphafi. Keflavík byrjaði örlítið betur með Dominykas Milka í fararbroddi en KR-ingum gekk illa að eiga við hann í upphafi. Milka skoraði alls 14 af fyrstu 16 stigum Keflavíkur í leiknum. Þrátt fyrir öfluga byrjun Milka þá voru gestirnir aldrei langt á undan og forskotið skiptist á milli liða í nánast hverri sókn. Að meðaltali voru 1-2 stig sem skildu liðin af en aldrei fór munurinn upp fyrr 4 stig. Bæði lið voru vel studd af sínum stuðningsmannasveitum og hávaðinn inn í höllinni fór sennilega oft vel yfir heilsuverndarmörk. Spennustigið á parketinu var einnig mjög hátt en þegar tæp mínúta er eftir af fyrsta leikhluta fær Hörður Axel, leikstjórnandi Keflavíkur, sína þriðju villu í stöðunni 21-23 sem virtist ætla að reynast heimamönnum dýrkeypt. Keflavík skoraði þó fimm síðustu stig leikhlutans sem lauk 26-23 heimamönnum í vil. Í fjarveru Harðar í öðrum leikhluta stigu þó aðrir upp. Reggie Dupree átti meðal annars flota innkomu. Snemma í leikhlutanum setur Reggie flautu þrist og svo blokkar hann Tyler Sabin strax í kjölfarið og brunar upp að körfunni hinu megin til að setja niður sniðskot. 5-0 kafli á innan við 20 sekúndum og Keflavík skyndilega komið í 6 stiga forystu, sem átti eftir að vera mesti munur á liðunum að lokamínútu leiksins undanskyldri. Gestirnir voru þó aldrei langt á eftir, í tvígang minnka þeir leikin niður í eitt stig og komast svo aftur yfir þegar 17 mínútur eru búnar af leiknum, með þriggja stiga körfu Jakobs Arnar Sigurðarsonar. Eins og svo oft áður í þessum leik þá sveiflaðist forystan á milli liðana og heimamenn náðu henni fljótlega aftur. Brandon Nazione setti síðustu tvö stig leikhlutans sem KR vann með tveimur stigum og því gengu liðin til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 43-42 fyrir Keflavík. KR var með yfirhöndina lengst af í þriðja leikhluta og leiddu mest með 6 stigum þegar Brandon setur niður sniðskot ásamt því að fá víti í kjölfarið sem hann klárar. Þá var staðan 50-56 og þriðji fjórðungur hálfnaður. Við það vakna Keflvíkingar sem skora 13 stig gegn einungis fjórum frá KR það sem eftir lifði leikhlutans. Stigaskorun Keflavíkur dreifðist þar vel á alla byrjunarliðsmenn. Það munaði þó ekki meira en þremur stigum á milli liðanna fyrir loka fjórðunginn, 63-60. Það var svo nánast sama sagan í fjórða leikhluta eins í leiknum til þessa, með ótrúlegum stuðning beggja vegna úr stúkunni héldu liðin tvö áfram að skiptast á því að setja stig á töfluna. Tvisvar var leikurinn jafn og fimm sinnum skiptust liðin á því að leiða leikinn áður en fjórar mínútur lifðu eftir en þá taka Keflvíkingar forystu í stöðunni 78-77 sem þeir gáfu ekki eftir. Zarko Jukic var villaður út, Jakob, Brynjar, Brandon og Þórir klikka allir á þriggja stiga tilraunum sínum og Keflvíkingar eru sendir á vítalínuna aftur og aftur og aftur þar sem heimamenn gerðu fá mistök. Lokatölur voru því 8 stiga sigur Keflavíkur, 89-81. Af hverju vann Keflavík? Þetta hefði getað fallið öðru hvoru megin í kvöld. Þegar mest reyndi á, á loka mínútunum voru heimamenn þó sterkari þar sem þeir náðu að þvinga KR í erfið skot sem vildu ekki ofan í körfuna. Hverjir stóðu upp úr? Milka átti enn einn stórleikinn. Gestunum gekk illa við að ráða við Milka undir körfunni en hann náði alls að setja 26 stigum á töfluna ásamt því að taka samtals 12 fráköst á báðum endum vallarins. Í liði KR stóð Tyler Sabin upp úr eins og áður, með 29 og 9 fráköst. Þrátt fyrir öll þessi stig hjá Sabin þá voru KR-ingar samt alls -9 stigum undir þegar hann var inn á. Hvað gerist næst? Keflvíkingar eru búnir að sækja fyrsta sigurinn í seríunni. Ef taka á mið af þessum leik þá er bara von á öðrum hörku leik þegar þessi lið mætast aftur í leik númer tvö á Meistaravöllum á föstudaginn. „Það er 2021 í dag“ Hjalti Þór Vilhjálmssonvísir/vilhelm Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var vissulega sáttur með sigur sinna manna í kvöld en telur þó að Keflavík geti gert betur. „Sigurinn er flottur en við þurfum að vinna þrjá. Núna erum við bara komnir 1-0 yfir og okkur vantar tvo í viðbót. Mér fannst við hálf ryðgaðir til að byrja með og við þurfum að gera betur en þetta gegn KR ef við ætlum að vinna þá,“ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Hjalti var því spurður hvað það var sem skilaði sigri Keflavíkur í kvöld. „Það er í raun bara seigla. Við kunnum að klára þetta og við kláruðum þetta með okkar vopnum í lokin. Framan af vorum við kannski að gera það sem þeir vildu, það voru einhver tæp 50 stig í hálfleik. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ svaraði Hjalti. Hörður Axel fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta og spilaði aðeins þrjár mínútur í öðrum leikhluta og virtist það aðeins riðla leikplani Keflavíkur þegar Hörður var ekki inn á. „Já það gerir það en strákarnir voru flottir og kláruðu þegar Hörð vantaði og ég er bara mjög sáttur með það.“ Keflavík hefur gengið brösuglega gegn KR í seríu í gegnum tíðina og hafa Suðurnesjamenn ekki slegið KR út úr úrslitakeppni frá árinu 1997. Hjalti Þór virðist þó ekki vera hjátrúarfullur og hugsa eitthvað of mikið um það sem gerðist í fortíðinni. „Það er 2021 í dag. Við erum ekkert að spá í því hvað gerðist fyrir einhverjum árum síðan. Við ætlum að vinna þá í þessari seríu. Við erum 1-0 yfir núna og við þurfum tvö í viðbót og við ætlum að ná í þessa tvo í viðbót.“ „Miðjan var best eins og alltaf og við þurfum að halda áfram að spila fyrir þá“ Darri Freyr Atlasonvísir/vilhelm Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik en gat þó tekið jákvæða hluti úr tapinu gegn Keflavík. „Við framkvæmdum betur á lykil mómentum, það voru hlutir sem gengu vel hjá okkur og hlutir sem gengu svo illa sömuleiðis. Við vissum vel að þetta yrði alvöru sería og við þurfum að vera besta útgáfan af sjálfum okkur til að vinna en náðum því ekki í dag,“ sagði Darri í viðtali eftir leik. Darri var ekki með klárt svar yfir því hvað gekk illa hjá gestunum í kvöld en gat þó tekið til einhver atriði. „Til að gefa eitthvað gáfulegt svar þá yrði ég fyrst að skoða leikinn aftur. Við náðum að takmarka þá ágætlega á glerinu og við lítum á Hössa sem svona lykilaðila í þessari seríu og við náðum að takmarka hann ágætlega. Mér leið eins og við vorum að framkvæma vel í fjórða leikhluta en svo voru þetta bara einhver smáatriði undir lokin,“ svaraði Darri aðspurður um það hvað klikkaði. Stemningin í Sláturhúsinu í kvöld var rosaleg. Darri skilaði hrósi á báðar stuðningsmannasveitir. „Við erum orðnir vanir þessu eftir síðustu seríu. Keflvíkingarnir voru frábærir í stúkunni, Miðjan [stuðningsmannasveit KR] var best eins og alltaf og við þurfum að halda áfram að spila fyrir þá.“ KR-ingar fengu villu á bekkinn í þriðja leikhluta sem Darri æsti sig yfir á meðan leik stóð. Villan virðist hafa verið gefin fyrir litlar sakir ef marka má svör Darra. „Brynjar fékk villu fyrir að segja ‘Dominykas Milka‘ og svo náði hann ekki að segja neitt meira því hann var þá strax búinn að fá T,“ sagði Darri. KR hefur ekki gengið allt of vel á heimavelli á þessu tímabili, hvorki í deildarkeppni né úrslitakeppni. Síðast þegar Keflavík var í heimsókn í Vesturbæ fóru Suðurnesingar með 24 stiga sigur af hólmi. „Þetta er allt annað tímabil hjá báðum liðum og við erum að gera allt aðra hluti en þeir eru svo sem að gera það sama. Við þurfum að finna betur okkar ryþma og stoppa upp í þessi göt sem voru í dag. Ég hef fulla trú á mínu liði að jafna þetta næst,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR
Gott gengi Keflavíkur heldur áfram er liðið tók forystuna gegn KR í rimmu liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir mjög jafnan leik tókst Keflavík að skora síðustu körfur leiksins og vinna átta stiga sigur, lokatölur 89-81. Leikurinn var í járnum allt frá upphafi. Keflavík byrjaði örlítið betur með Dominykas Milka í fararbroddi en KR-ingum gekk illa að eiga við hann í upphafi. Milka skoraði alls 14 af fyrstu 16 stigum Keflavíkur í leiknum. Þrátt fyrir öfluga byrjun Milka þá voru gestirnir aldrei langt á undan og forskotið skiptist á milli liða í nánast hverri sókn. Að meðaltali voru 1-2 stig sem skildu liðin af en aldrei fór munurinn upp fyrr 4 stig. Bæði lið voru vel studd af sínum stuðningsmannasveitum og hávaðinn inn í höllinni fór sennilega oft vel yfir heilsuverndarmörk. Spennustigið á parketinu var einnig mjög hátt en þegar tæp mínúta er eftir af fyrsta leikhluta fær Hörður Axel, leikstjórnandi Keflavíkur, sína þriðju villu í stöðunni 21-23 sem virtist ætla að reynast heimamönnum dýrkeypt. Keflavík skoraði þó fimm síðustu stig leikhlutans sem lauk 26-23 heimamönnum í vil. Í fjarveru Harðar í öðrum leikhluta stigu þó aðrir upp. Reggie Dupree átti meðal annars flota innkomu. Snemma í leikhlutanum setur Reggie flautu þrist og svo blokkar hann Tyler Sabin strax í kjölfarið og brunar upp að körfunni hinu megin til að setja niður sniðskot. 5-0 kafli á innan við 20 sekúndum og Keflavík skyndilega komið í 6 stiga forystu, sem átti eftir að vera mesti munur á liðunum að lokamínútu leiksins undanskyldri. Gestirnir voru þó aldrei langt á eftir, í tvígang minnka þeir leikin niður í eitt stig og komast svo aftur yfir þegar 17 mínútur eru búnar af leiknum, með þriggja stiga körfu Jakobs Arnar Sigurðarsonar. Eins og svo oft áður í þessum leik þá sveiflaðist forystan á milli liðana og heimamenn náðu henni fljótlega aftur. Brandon Nazione setti síðustu tvö stig leikhlutans sem KR vann með tveimur stigum og því gengu liðin til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 43-42 fyrir Keflavík. KR var með yfirhöndina lengst af í þriðja leikhluta og leiddu mest með 6 stigum þegar Brandon setur niður sniðskot ásamt því að fá víti í kjölfarið sem hann klárar. Þá var staðan 50-56 og þriðji fjórðungur hálfnaður. Við það vakna Keflvíkingar sem skora 13 stig gegn einungis fjórum frá KR það sem eftir lifði leikhlutans. Stigaskorun Keflavíkur dreifðist þar vel á alla byrjunarliðsmenn. Það munaði þó ekki meira en þremur stigum á milli liðanna fyrir loka fjórðunginn, 63-60. Það var svo nánast sama sagan í fjórða leikhluta eins í leiknum til þessa, með ótrúlegum stuðning beggja vegna úr stúkunni héldu liðin tvö áfram að skiptast á því að setja stig á töfluna. Tvisvar var leikurinn jafn og fimm sinnum skiptust liðin á því að leiða leikinn áður en fjórar mínútur lifðu eftir en þá taka Keflvíkingar forystu í stöðunni 78-77 sem þeir gáfu ekki eftir. Zarko Jukic var villaður út, Jakob, Brynjar, Brandon og Þórir klikka allir á þriggja stiga tilraunum sínum og Keflvíkingar eru sendir á vítalínuna aftur og aftur og aftur þar sem heimamenn gerðu fá mistök. Lokatölur voru því 8 stiga sigur Keflavíkur, 89-81. Af hverju vann Keflavík? Þetta hefði getað fallið öðru hvoru megin í kvöld. Þegar mest reyndi á, á loka mínútunum voru heimamenn þó sterkari þar sem þeir náðu að þvinga KR í erfið skot sem vildu ekki ofan í körfuna. Hverjir stóðu upp úr? Milka átti enn einn stórleikinn. Gestunum gekk illa við að ráða við Milka undir körfunni en hann náði alls að setja 26 stigum á töfluna ásamt því að taka samtals 12 fráköst á báðum endum vallarins. Í liði KR stóð Tyler Sabin upp úr eins og áður, með 29 og 9 fráköst. Þrátt fyrir öll þessi stig hjá Sabin þá voru KR-ingar samt alls -9 stigum undir þegar hann var inn á. Hvað gerist næst? Keflvíkingar eru búnir að sækja fyrsta sigurinn í seríunni. Ef taka á mið af þessum leik þá er bara von á öðrum hörku leik þegar þessi lið mætast aftur í leik númer tvö á Meistaravöllum á föstudaginn. „Það er 2021 í dag“ Hjalti Þór Vilhjálmssonvísir/vilhelm Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var vissulega sáttur með sigur sinna manna í kvöld en telur þó að Keflavík geti gert betur. „Sigurinn er flottur en við þurfum að vinna þrjá. Núna erum við bara komnir 1-0 yfir og okkur vantar tvo í viðbót. Mér fannst við hálf ryðgaðir til að byrja með og við þurfum að gera betur en þetta gegn KR ef við ætlum að vinna þá,“ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Hjalti var því spurður hvað það var sem skilaði sigri Keflavíkur í kvöld. „Það er í raun bara seigla. Við kunnum að klára þetta og við kláruðum þetta með okkar vopnum í lokin. Framan af vorum við kannski að gera það sem þeir vildu, það voru einhver tæp 50 stig í hálfleik. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ svaraði Hjalti. Hörður Axel fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta og spilaði aðeins þrjár mínútur í öðrum leikhluta og virtist það aðeins riðla leikplani Keflavíkur þegar Hörður var ekki inn á. „Já það gerir það en strákarnir voru flottir og kláruðu þegar Hörð vantaði og ég er bara mjög sáttur með það.“ Keflavík hefur gengið brösuglega gegn KR í seríu í gegnum tíðina og hafa Suðurnesjamenn ekki slegið KR út úr úrslitakeppni frá árinu 1997. Hjalti Þór virðist þó ekki vera hjátrúarfullur og hugsa eitthvað of mikið um það sem gerðist í fortíðinni. „Það er 2021 í dag. Við erum ekkert að spá í því hvað gerðist fyrir einhverjum árum síðan. Við ætlum að vinna þá í þessari seríu. Við erum 1-0 yfir núna og við þurfum tvö í viðbót og við ætlum að ná í þessa tvo í viðbót.“ „Miðjan var best eins og alltaf og við þurfum að halda áfram að spila fyrir þá“ Darri Freyr Atlasonvísir/vilhelm Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik en gat þó tekið jákvæða hluti úr tapinu gegn Keflavík. „Við framkvæmdum betur á lykil mómentum, það voru hlutir sem gengu vel hjá okkur og hlutir sem gengu svo illa sömuleiðis. Við vissum vel að þetta yrði alvöru sería og við þurfum að vera besta útgáfan af sjálfum okkur til að vinna en náðum því ekki í dag,“ sagði Darri í viðtali eftir leik. Darri var ekki með klárt svar yfir því hvað gekk illa hjá gestunum í kvöld en gat þó tekið til einhver atriði. „Til að gefa eitthvað gáfulegt svar þá yrði ég fyrst að skoða leikinn aftur. Við náðum að takmarka þá ágætlega á glerinu og við lítum á Hössa sem svona lykilaðila í þessari seríu og við náðum að takmarka hann ágætlega. Mér leið eins og við vorum að framkvæma vel í fjórða leikhluta en svo voru þetta bara einhver smáatriði undir lokin,“ svaraði Darri aðspurður um það hvað klikkaði. Stemningin í Sláturhúsinu í kvöld var rosaleg. Darri skilaði hrósi á báðar stuðningsmannasveitir. „Við erum orðnir vanir þessu eftir síðustu seríu. Keflvíkingarnir voru frábærir í stúkunni, Miðjan [stuðningsmannasveit KR] var best eins og alltaf og við þurfum að halda áfram að spila fyrir þá.“ KR-ingar fengu villu á bekkinn í þriðja leikhluta sem Darri æsti sig yfir á meðan leik stóð. Villan virðist hafa verið gefin fyrir litlar sakir ef marka má svör Darra. „Brynjar fékk villu fyrir að segja ‘Dominykas Milka‘ og svo náði hann ekki að segja neitt meira því hann var þá strax búinn að fá T,“ sagði Darri. KR hefur ekki gengið allt of vel á heimavelli á þessu tímabili, hvorki í deildarkeppni né úrslitakeppni. Síðast þegar Keflavík var í heimsókn í Vesturbæ fóru Suðurnesingar með 24 stiga sigur af hólmi. „Þetta er allt annað tímabil hjá báðum liðum og við erum að gera allt aðra hluti en þeir eru svo sem að gera það sama. Við þurfum að finna betur okkar ryþma og stoppa upp í þessi göt sem voru í dag. Ég hef fulla trú á mínu liði að jafna þetta næst,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti