Kópavogur hefur ekki innleitt Barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 1. júní 2021 11:00 Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Kópavogur Réttindi barna Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogs lýsti því yfir fyrir helgi að búið væri að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi(1). Orðrétt sagði bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson „Ég er afar stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Vandamálið er að Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmálann og UNICEF veitir ekki viðurkenningu fyrir innleiðingu sáttmálans. Viðurkenning UNICEF er aðeins veitt fyrir markviss skref í innleiðingu sáttmálans jafnvel þó sveitarfélagið eigi langt í land í að innleiða sáttmálann(2). Upplýsingaóreiða Það er nokkuð merkilegt að á Íslandi þá virðist ekki vera hægt að treysta yfirlýsingum og fréttatilkynningum stjórnvalda. Nokkrir fjölmiðlar hafa einnig birt þessa fréttatilkynningu gangrýnislaust. Þegar sveitarfélag lýsir því yfir að það hafi innleitt Barnasáttmála SÞ þá myndu flestir halda að réttindi barna væru tryggð. Þessi yfirlýsing leiðir því til þess að börnum sem ekki fá þjónustu eða réttindi sem Barnasáttmálinn ætti að tryggja er ekki trúað. Mun líklegra er að fólk trúi stjórnvaldinu en barni og foreldri þess. Með þessari yfirlýsingu er stjórnvaldið því að misnota valdastöðu sína gagnvart barninu því nú þarf foreldrið alltaf að byrja á því að afsanna fullyrðingar Kópavogsbæjar. Það myndu flestir ekki telja í anda Barnasáttmála SÞ. Nýlega kynntu stjórnvöld að þau ætluðu sér að berjast gegn upplýsingaóreiðu en þau ætluðu sér ekki að skoða eigin fréttatilkynningar. Það er merkilegt. Á vef stjórnarráðsins eru orð Ármanns einnig að finna: „.. stoltur af því að Kópavogsbær hafi innleitt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna…“ Þetta stendur þrátt fyrir að Félagsmálaráðuneytið viti að þetta er ekki rétt. Foreldri er réttlaust og barn nýtur ekki fullra réttinda: Gleymdu barninu þínu Kópavogsbær er ekki búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. UNICEF staðfestir að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Félagsmálaráðuneytið staðfestir einnig að Kópavogsbær hafi ekki innleitt sáttmálann. Dæmi er um að foreldri barns með mikla fötlun hafi ekki fengið að vera með í þjónustu, námskeiðum, samráðsfundum, teymisfundum, fái ekki upplýsingar með eðlilegum hætti og o.s.fr.v. vegna þess eins að það hafði ekki lögheimili barnsins. Foreldrið kvartaði yfir þessu og óskaði eftir því að fá að vera með og að málastjórinn yrði málastjóri barnsins en ekki annars foreldrisins. Í einföldu máli var þess óskað að þjónusta yrði veitt á forsendum barnsins með hagsmuni barns að leiðarljósi eins og Barnasáttmáli SÞ gerir kröfu um. Þessu hafnaði Kópavogsbær með þeim orðum að foreldri „væri að gera athugasemdir við vinnslu mála sem það ætti ekki aðild að skv. stjórnsýslulögum og hefði ekki hagsmuni af afgreiðslu þeirra.“ Kvartað var yfir afgreiðslu þessa máls til Gæða- og eftirlitsstofnunar með félagsþjónustu og barnaverndnar. Niðurstaða þess var að þar sem foreldrið hefði ekki lögheimili barnsins að þá gæti það ekki verið aðili að málum barnsins. Málastjóri væri ekki málastjóri barnsins heldur lögheimilisins. Eftir þessu vinna stjórnvöld. Í umsögnum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga oft sagt að aðeins lögheimilisforeldri geti sótt um og fengið þjónustu(3). „Ef foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns er það eingöngu lögheimilisforeldrið sem getur sótt um slíka þjónustu sem bundin er við lögheimilisskráningu barns.“ Það er ekki hægt að ætlast til þess að lögheimilisforeldri taki að sér hlutverk félagsráðgjafa í samskiptum við hitt foreldrið. Það er ósanngjörn og ómálefnaleg krafa. Það er einnig ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar lagfæri slök vinnubrögð stjórnvalda. Stjórnvöld eiga einfaldlega að vinna faglega frá upphafi. Það væri í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga langt í land með að komast nálægt því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég hvet stjórnmálaflokka til að setja málefni barna á dagskrá í komandi kosningum og vera vakandi yfir réttindum allra barna við störf á þingi eða í sveitarstjórnum. Það besta fyrir börn er að segja sannleikann. Það væri gott fyrir stjórnvöld að byrja þar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
(1) https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogur-innleidir-barnasattmala-sameinudu-thjodanna (2) https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/hvad-eru-barnvaen-samfelog/ (3) https://www.samband.is/wp-content/uploads/2020/06/breytingabarnalogum.pdf
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar