Osaka dregur sig úr keppni á Opna franska og greinir frá glímu við þunglyndi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 07:31 Naomi Osaka í fyrsta og eina leik sínum á Opna franska meistaramótinu í tennis 2021. getty/Tim Clayton Naomi Osaka hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir að hafa neitað að mæta á blaðamannafundi eftir leiki á mótinu. Osaka greindi frá ákvörðun sinni á Twitter í gær. Þar sagðist hún ekki vilja valda truflun, hún hafi glímt við þunglyndi og ætli að taka hlé frá tennis. Osaka mætti ekki á blaðamannafund eftir sigurinn á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð Opna franska í fyrradag. Hún sagðist ekki ætla að mæta á blaðamannafundi eftir leiki á mótinu til að vernda andlega heilsu sína. Osaka fékk sekt frá mótshöldurum fyrir. Hin 23 ára Osaka tilkynnti svo í gær að hún myndi draga sig úr keppni á Opna franska, það væri best fyrir mótið, aðra keppendur og hana sjálfa svo allir gætu einbeitt sér að tennis að nýju. pic.twitter.com/LN2ANnoAYD— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 31, 2021 Osaka segist hafa glímt við þunglyndi síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið 2018 og hún sé með félagskvíða. Það reynist henni því erfitt að mæta á blaðamannafundi og taka til máls á þeim. Osaka sagði að reglurnar, að tennisspilarar þyrftu að mæta á blaðamannafundi eftir leiki væru úreltar, og vildi vekja athygli á því. Japanska tenniskonan, sem er önnur á heimslistanum, lýkur færslu sinni á Twitter á því að segja að hún ætli að taka sér frí frá tennis. „Ég ætla að taka mér smá frí frá tennisvellinum núna en þegar tækifæri gefst er ég tilbúin að ræða við mótshaldara um hvernig er hægt að gera hlutina betur fyrir keppendur, fjölmiðla og áhorfendur,“ sagði Osaka. Tennis Geðheilbrigði Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Osaka greindi frá ákvörðun sinni á Twitter í gær. Þar sagðist hún ekki vilja valda truflun, hún hafi glímt við þunglyndi og ætli að taka hlé frá tennis. Osaka mætti ekki á blaðamannafund eftir sigurinn á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð Opna franska í fyrradag. Hún sagðist ekki ætla að mæta á blaðamannafundi eftir leiki á mótinu til að vernda andlega heilsu sína. Osaka fékk sekt frá mótshöldurum fyrir. Hin 23 ára Osaka tilkynnti svo í gær að hún myndi draga sig úr keppni á Opna franska, það væri best fyrir mótið, aðra keppendur og hana sjálfa svo allir gætu einbeitt sér að tennis að nýju. pic.twitter.com/LN2ANnoAYD— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 31, 2021 Osaka segist hafa glímt við þunglyndi síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið 2018 og hún sé með félagskvíða. Það reynist henni því erfitt að mæta á blaðamannafundi og taka til máls á þeim. Osaka sagði að reglurnar, að tennisspilarar þyrftu að mæta á blaðamannafundi eftir leiki væru úreltar, og vildi vekja athygli á því. Japanska tenniskonan, sem er önnur á heimslistanum, lýkur færslu sinni á Twitter á því að segja að hún ætli að taka sér frí frá tennis. „Ég ætla að taka mér smá frí frá tennisvellinum núna en þegar tækifæri gefst er ég tilbúin að ræða við mótshaldara um hvernig er hægt að gera hlutina betur fyrir keppendur, fjölmiðla og áhorfendur,“ sagði Osaka.
Tennis Geðheilbrigði Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira