Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 15:15 Lok, lok og læs á Air France í Rússlandi. Evrópsk yfirvöld hvetja flugfélög til að fljúga ekki yfir Hvíta-Rússland eftir að þarlend yfirvöld létu stöðva för farþegaþotu til að hafa hendur í hári blaðamanns sem hefur verið gagnrýninn á þau. Vísir/EPA Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp. Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp.
Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18
Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59