Veiði hafin í Laxá í Mý Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2021 09:23 Flottur urriði Veiðin er hafin í Laxá í Mývatnssveit og þrátt fyrir heldur krefjandi skilyrði verður ekki annað sagt en að veiðin hafi farið vel af stað. Það hefur gengið á með roki, rigningur og leysingjavatni við Laxá en veiðin á fyrstu vöktunum hefur engu að síður þrátt fyrir aðstæður verið ágæt. Fyrsta vakt gaf eitthvað um 25 fiska og líklega er hollið að detta í 100 fiska í dag. Það hefur vakið athygli að töluvert er að veiðast af bleikju en eins að urriðinn er vænn og vel haldinn. Töluvert af fiski milli 60-70 sm er að veiðast og þrátt fyrir að straumflugan sé sterkust eru menn líka að veiða ágætlega á púpur. Næstu daga er síðan spáð töluverðum hlýindum fyrir norðan og gætu hitatölur farið að og yfir 20 stig við Laxá. Það er sá kostur sem fylgir slíkum hlýindum að hlífðarflíkum má fækka en þetta hefur líka þau áhrif að leysingjavatn heldur áfram að renna í ánna en það gerir hana ekkert óveiðandi, bara aðeins meira krefjandi og það er alltaf gaman fyrir veiðimenn að þurfa suma daga að hafa aðeins meira fyrir þeim fiskum sem taka. Stangveiði Mest lesið Fín gæsaveiði í Gunnarsholti Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði
Það hefur gengið á með roki, rigningur og leysingjavatni við Laxá en veiðin á fyrstu vöktunum hefur engu að síður þrátt fyrir aðstæður verið ágæt. Fyrsta vakt gaf eitthvað um 25 fiska og líklega er hollið að detta í 100 fiska í dag. Það hefur vakið athygli að töluvert er að veiðast af bleikju en eins að urriðinn er vænn og vel haldinn. Töluvert af fiski milli 60-70 sm er að veiðast og þrátt fyrir að straumflugan sé sterkust eru menn líka að veiða ágætlega á púpur. Næstu daga er síðan spáð töluverðum hlýindum fyrir norðan og gætu hitatölur farið að og yfir 20 stig við Laxá. Það er sá kostur sem fylgir slíkum hlýindum að hlífðarflíkum má fækka en þetta hefur líka þau áhrif að leysingjavatn heldur áfram að renna í ánna en það gerir hana ekkert óveiðandi, bara aðeins meira krefjandi og það er alltaf gaman fyrir veiðimenn að þurfa suma daga að hafa aðeins meira fyrir þeim fiskum sem taka.
Stangveiði Mest lesið Fín gæsaveiði í Gunnarsholti Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Veiði hafin í Laxá í Mý Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði