Kórónuveirufaraldurinn haft djúpstæð áhrif á vinnumarkaðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:35 Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn skilur eftir sig djúp sár á íslenskum vinnumarkaði og kemur meira niður á viðkvæmum hópum en í aðrar kreppur hér á landi, að mati ASÍ. Faraldurinn hafi leitt til umfangsmeira atvinnuleysis en áður hafi sést. Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira