11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 12:01 Fernando Santos, Joachim Löw og Didier Deschamps við Henri Delaunay bikarinn sem keppt er um á Evrópumótinu. getty/Dean Mouhtaropoulos Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. Ekki leikur neinn vafi á því að F-riðilinn er sá sterkasti af riðlunum sex á EM enda eru þar sigurvegarar síðustu þriggja stórmóta (HM 2014 og 2018 og EM 2016). Ungverjaland, sem komst á EM á kostnað Íslands ósælla minninga, verður í dauðariðlinum með þremur af stærstu fótboltaþjóðum heims. Portúgal á titil að verja en liðin í F-riðli hafa unnið samtals sex af fimmtán Evrópumeistaratitlum sem keppt hefur verið um. Heimsmeistarar Frakklands eru óárennilegir og portúgalska liðið í dag er sterkara en það sem varð Evrópumeistari fyrir fimm árum. Þjóðverjar eru í krísu en eru samt með gríðarlega sterkt lið og vilja eflaust kveðja Joachim Löw með stæl. Þótt Ungverjar verði á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni er erfitt að sjá þá ná í stig og forðast botnsætið í riðlinum. Baráttan um hin þrjú sætin er hins vegar galopin. LEIKIRNIR Í F-RIÐLI: 15. júní: Ungverjaland - Portúgal, Búdapest 15. júní: Frakkland - Þýskaland, München 19. júní: Ungverjaland - Frakkland, Búdapest 19. júní: Portúgal - Þýskaland, München 23. júní: Portúgal - Frakkland, Búdapest 23. júní: Þýskaland - Ungverjaland, München Dominik Szoboszlai fagnar markinu sem kom Ungverjum á EM á kostnað Íslendinga.GETTY/LASZLO SZIRTESI Ungverjaland Þjálfari: Marco Rossi Stjörnur liðsins: Dominik Szoboszlai (Leipzig), Willi Orban (Leipzig), Péter Gulásci (Leipzig) Árangur á EM: Þrisvar sinnum með (1964, 1972, 2016). Besti árangur 3. sæti 1964 Eftir 44 ára fjarveru frá Evrópumótinu komst Ungverjaland á EM í Frakklandi 2016. Liðið var í riðli með Íslandi, Portúgal og Austurríki og kom mjög á óvart með því að vinna hann. Ungverjaland tapaði svo fyrir Belgíu, 4-0, í sextán liða úrslitunum. Ungverjar komust ekki á HM 2018 en þurftu endilega að komast á EM 2020. Tölum ekki meira um leiðina sem þeir fóru þangað. Ef allt er eðlilegt verður ungverska liðið auðveld bráð fyrir hákarlana í F-riðli. En Ungverjar eru sýnd veiði en ekki gefin og hafa ekki tapað í síðustu níu leikjum sínum. Ítalinn Marco Rossi hefur gert eftirtektarverða hluti með ungverska liðið sem hefur engu að tapa á EM. Ungverjar treysta mikið á Leipzig-tríóið, markvörðinn Péter Gulácsi, varnarmanninn Willi Orban og miðjumanninn Dominik Szoboszlai. Portúgalir fagna Evrópumeistaratitlinum 2016.getty/Matthias Hangst Portúgal Þjálfari: Fernando Santos Stjörnur liðsins: Cristiano Ronaldo (Juventus), Bruno Fernandes (Man. Utd.), Bernardo Silva (Man. City) Árangur á EM: Sjö sinnum með (1984, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 2016 Þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn leik í venjulegum leiktíma stóðu Portúgalir uppi sem sigurvegarar á EM 2016. Portúgal olli vonbrigðum á HM 2018 en vann Þjóðadeildina 2019. Portúgalska liðið tryggði sér sæti á EM 2020 með því að lenda í 2. sæti B-riðils undankeppninnar. Portúgalska liðið er ógnarsterkt og á pappírnum talsvert sterkara en það sem varð Evrópumeistari 2016. Síðan þá hafa frábærir leikmenn á borð við Rúben Dias, Bruno Fernandes, Bernardo Silva, Diogo Jota og André Silva bæst við hópinn. Í broddi fylkingar hjá portúgalska liðinu er svo Cristiano Ronaldo sem skoraði sitt hundraðasta landsliðsmark síðasta haust. Ronaldo, sem er 36 ára, er á leið á sitt fimmta og kannski síðasta Evrópumót. Karim Benzema og Didier Deschamps slíðruðu sverðin og sá fyrrnefndi sneri aftur í franska landsliðið eftir fimm ára útlegð.getty/John Berry Frakkland Þjálfari: Didier Deschamps Stjörnur liðsins: Kylian Mbappé (PSG), Antoine Griezmann (Barcelona), Paul Pogba (Man. Utd.) Árangur á EM: Níu sinnum með (1960, 1984, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1984 og 2000 Frakkar stefna á að endurtaka leikinn frá síðustu aldamótum þegar þeir fylgdu heimsmeistaratitlinum 1998 eftir með því að verða Evrópumeistarar 2000. Og það kæmi lítið á óvart ef þeim tækist ætlunarverk sitt. Franska liðið er svipað og á HM 2018 nema nú hefur Karim Benzema bæst við eftir fimm ára útlegð frá landsliðinu. Ekki veikist franska liðið við það. Frakkar voru með Íslendingum í riðli í undankeppni EM og unnu hann. Frakkland vann átta af tíu leikjum sínum, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Frakkar unnu svo sinn riðil í Þjóðadeildinni og komust í úrslitakeppni hennar. Franska liðið er svakalega sterkt og afar líklegt til afreka. Frakkar lentu í 2. sæti á EM á heimavelli 2016 en það kæmi ekkert á óvart ef þeir færu alla leið að þessu sinni. Þjóðverjar hafa ýmislegt að sanna á EM.getty/Boris Streubel Þýskaland Þjálfari: Joachim Löw Stjörnur liðsins: Toni Kroos (Real Madrid), Manuel Neuer (Bayern München), Thomas Müller (Bayern München) Árangur á EM: Tólf sinnum með (1972, 1976, 1980, 1984, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1972, 1980, 1996 Síðustu ár hafa verið erfið hjá þýska landsliðinu. Það féll úr leik í riðlakeppninni á HM 2018 og gekk illa í Þjóðadeildinni 2018 og 2020. Flestir héldu að botninum væri náð þegar Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni í Þjóðadeildinni en svo kom afar óvænt 1-2 tap fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022. Þjóðverjar unnu þó sinn riðil í undankeppni EM sannfærandi. Eftir fimmtán ára starf kveður Joachim Löw þýska landsliðið í sumar. Hann hefur kyngt stoltinu og hóað aftur í reynsluboltana Mats Hummels og Thomas Müller til að hjálpa þýska liðinu á EM. Löw vill eflaust kveðja með stæl og skreyta ferilskrána með Evrópumeistaratitli. Þótt það sé varhugavert að vanmeta Þjóðverja á stórmótum eru þeir fyrirfram ekki eitt af líklegustu liðunum til afreka á EM. Hvað gerist næst? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í sextán liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í sextán liða úrslitin. Sigurliðið í F-riðli mætir liðinu sem endar í 3. sæti A-, B- eða C-riðils. Liðið í 2. sæti F-riðli mætir sigurliðinu í D-riðli (England, Króatía, Skotland, Tékkland). Liðið úr 3. sæti F-riðils gæti mögulega mætt sigurliðinu úr B- eða C-riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01 13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01 20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00 21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Ekki leikur neinn vafi á því að F-riðilinn er sá sterkasti af riðlunum sex á EM enda eru þar sigurvegarar síðustu þriggja stórmóta (HM 2014 og 2018 og EM 2016). Ungverjaland, sem komst á EM á kostnað Íslands ósælla minninga, verður í dauðariðlinum með þremur af stærstu fótboltaþjóðum heims. Portúgal á titil að verja en liðin í F-riðli hafa unnið samtals sex af fimmtán Evrópumeistaratitlum sem keppt hefur verið um. Heimsmeistarar Frakklands eru óárennilegir og portúgalska liðið í dag er sterkara en það sem varð Evrópumeistari fyrir fimm árum. Þjóðverjar eru í krísu en eru samt með gríðarlega sterkt lið og vilja eflaust kveðja Joachim Löw með stæl. Þótt Ungverjar verði á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni er erfitt að sjá þá ná í stig og forðast botnsætið í riðlinum. Baráttan um hin þrjú sætin er hins vegar galopin. LEIKIRNIR Í F-RIÐLI: 15. júní: Ungverjaland - Portúgal, Búdapest 15. júní: Frakkland - Þýskaland, München 19. júní: Ungverjaland - Frakkland, Búdapest 19. júní: Portúgal - Þýskaland, München 23. júní: Portúgal - Frakkland, Búdapest 23. júní: Þýskaland - Ungverjaland, München Dominik Szoboszlai fagnar markinu sem kom Ungverjum á EM á kostnað Íslendinga.GETTY/LASZLO SZIRTESI Ungverjaland Þjálfari: Marco Rossi Stjörnur liðsins: Dominik Szoboszlai (Leipzig), Willi Orban (Leipzig), Péter Gulásci (Leipzig) Árangur á EM: Þrisvar sinnum með (1964, 1972, 2016). Besti árangur 3. sæti 1964 Eftir 44 ára fjarveru frá Evrópumótinu komst Ungverjaland á EM í Frakklandi 2016. Liðið var í riðli með Íslandi, Portúgal og Austurríki og kom mjög á óvart með því að vinna hann. Ungverjaland tapaði svo fyrir Belgíu, 4-0, í sextán liða úrslitunum. Ungverjar komust ekki á HM 2018 en þurftu endilega að komast á EM 2020. Tölum ekki meira um leiðina sem þeir fóru þangað. Ef allt er eðlilegt verður ungverska liðið auðveld bráð fyrir hákarlana í F-riðli. En Ungverjar eru sýnd veiði en ekki gefin og hafa ekki tapað í síðustu níu leikjum sínum. Ítalinn Marco Rossi hefur gert eftirtektarverða hluti með ungverska liðið sem hefur engu að tapa á EM. Ungverjar treysta mikið á Leipzig-tríóið, markvörðinn Péter Gulácsi, varnarmanninn Willi Orban og miðjumanninn Dominik Szoboszlai. Portúgalir fagna Evrópumeistaratitlinum 2016.getty/Matthias Hangst Portúgal Þjálfari: Fernando Santos Stjörnur liðsins: Cristiano Ronaldo (Juventus), Bruno Fernandes (Man. Utd.), Bernardo Silva (Man. City) Árangur á EM: Sjö sinnum með (1984, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 2016 Þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn leik í venjulegum leiktíma stóðu Portúgalir uppi sem sigurvegarar á EM 2016. Portúgal olli vonbrigðum á HM 2018 en vann Þjóðadeildina 2019. Portúgalska liðið tryggði sér sæti á EM 2020 með því að lenda í 2. sæti B-riðils undankeppninnar. Portúgalska liðið er ógnarsterkt og á pappírnum talsvert sterkara en það sem varð Evrópumeistari 2016. Síðan þá hafa frábærir leikmenn á borð við Rúben Dias, Bruno Fernandes, Bernardo Silva, Diogo Jota og André Silva bæst við hópinn. Í broddi fylkingar hjá portúgalska liðinu er svo Cristiano Ronaldo sem skoraði sitt hundraðasta landsliðsmark síðasta haust. Ronaldo, sem er 36 ára, er á leið á sitt fimmta og kannski síðasta Evrópumót. Karim Benzema og Didier Deschamps slíðruðu sverðin og sá fyrrnefndi sneri aftur í franska landsliðið eftir fimm ára útlegð.getty/John Berry Frakkland Þjálfari: Didier Deschamps Stjörnur liðsins: Kylian Mbappé (PSG), Antoine Griezmann (Barcelona), Paul Pogba (Man. Utd.) Árangur á EM: Níu sinnum með (1960, 1984, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1984 og 2000 Frakkar stefna á að endurtaka leikinn frá síðustu aldamótum þegar þeir fylgdu heimsmeistaratitlinum 1998 eftir með því að verða Evrópumeistarar 2000. Og það kæmi lítið á óvart ef þeim tækist ætlunarverk sitt. Franska liðið er svipað og á HM 2018 nema nú hefur Karim Benzema bæst við eftir fimm ára útlegð frá landsliðinu. Ekki veikist franska liðið við það. Frakkar voru með Íslendingum í riðli í undankeppni EM og unnu hann. Frakkland vann átta af tíu leikjum sínum, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Frakkar unnu svo sinn riðil í Þjóðadeildinni og komust í úrslitakeppni hennar. Franska liðið er svakalega sterkt og afar líklegt til afreka. Frakkar lentu í 2. sæti á EM á heimavelli 2016 en það kæmi ekkert á óvart ef þeir færu alla leið að þessu sinni. Þjóðverjar hafa ýmislegt að sanna á EM.getty/Boris Streubel Þýskaland Þjálfari: Joachim Löw Stjörnur liðsins: Toni Kroos (Real Madrid), Manuel Neuer (Bayern München), Thomas Müller (Bayern München) Árangur á EM: Tólf sinnum með (1972, 1976, 1980, 1984, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1972, 1980, 1996 Síðustu ár hafa verið erfið hjá þýska landsliðinu. Það féll úr leik í riðlakeppninni á HM 2018 og gekk illa í Þjóðadeildinni 2018 og 2020. Flestir héldu að botninum væri náð þegar Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni í Þjóðadeildinni en svo kom afar óvænt 1-2 tap fyrir Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022. Þjóðverjar unnu þó sinn riðil í undankeppni EM sannfærandi. Eftir fimmtán ára starf kveður Joachim Löw þýska landsliðið í sumar. Hann hefur kyngt stoltinu og hóað aftur í reynsluboltana Mats Hummels og Thomas Müller til að hjálpa þýska liðinu á EM. Löw vill eflaust kveðja með stæl og skreyta ferilskrána með Evrópumeistaratitli. Þótt það sé varhugavert að vanmeta Þjóðverja á stórmótum eru þeir fyrirfram ekki eitt af líklegustu liðunum til afreka á EM. Hvað gerist næst? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í sextán liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í sextán liða úrslitin. Sigurliðið í F-riðli mætir liðinu sem endar í 3. sæti A-, B- eða C-riðils. Liðið í 2. sæti F-riðli mætir sigurliðinu í D-riðli (England, Króatía, Skotland, Tékkland). Liðið úr 3. sæti F-riðils gæti mögulega mætt sigurliðinu úr B- eða C-riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
LEIKIRNIR Í F-RIÐLI: 15. júní: Ungverjaland - Portúgal, Búdapest 15. júní: Frakkland - Þýskaland, München 19. júní: Ungverjaland - Frakkland, Búdapest 19. júní: Portúgal - Þýskaland, München 23. júní: Portúgal - Frakkland, Búdapest 23. júní: Þýskaland - Ungverjaland, München
Þjálfari: Marco Rossi Stjörnur liðsins: Dominik Szoboszlai (Leipzig), Willi Orban (Leipzig), Péter Gulásci (Leipzig) Árangur á EM: Þrisvar sinnum með (1964, 1972, 2016). Besti árangur 3. sæti 1964
Þjálfari: Fernando Santos Stjörnur liðsins: Cristiano Ronaldo (Juventus), Bruno Fernandes (Man. Utd.), Bernardo Silva (Man. City) Árangur á EM: Sjö sinnum með (1984, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 2016
Þjálfari: Didier Deschamps Stjörnur liðsins: Kylian Mbappé (PSG), Antoine Griezmann (Barcelona), Paul Pogba (Man. Utd.) Árangur á EM: Níu sinnum með (1960, 1984, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1984 og 2000
Þjálfari: Joachim Löw Stjörnur liðsins: Toni Kroos (Real Madrid), Manuel Neuer (Bayern München), Thomas Müller (Bayern München) Árangur á EM: Tólf sinnum með (1972, 1976, 1980, 1984, 1988, 1992, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur Evrópumeistari 1972, 1980, 1996
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01 13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01 20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00 21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01 22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30 23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01 24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01
13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00
15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01
18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00
19 dagar í EM: Ísland með fleiri mörk að meðaltali á EM en Þýskaland, Frakkland, Spánn og England Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Markaskor íslenska landsliðsins á sínu eina stórmóti kemur Íslandi ofar á blað í EM-sögunni en margar þekktar knattspyrnuþjóðir. 23. maí 2021 12:01
20 dagar í EM: Síðasta þrennan á EM orðin þrettán ára gömul Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það er orðið mjög langt síðan að leikmaður náði að skora þrjú mörk í einum leik í úrslitakeppni EM. 22. maí 2021 12:00
21 dagur í EM: Þegar Gummi Ben varð heimsfrægur í miðju Evrópumóti Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Lýsing Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Íslands á móti Austurríki á EM 2016 skilaði honum óvæntri heimsfrægð. 21. maí 2021 12:01
22 dagar í EM: Liðið sem Arnór Ingvi grætti, svelt stórþjóð og liðið sem fór auðveldustu leið sögunnar Hollendingar á heimavelli eru sigurstranglegir í C-riðli EM karla í fótbolta. Þeir mæta þyrstir í stórmót eftir áfallið gegn Íslendingum 2015. 20. maí 2021 12:30
23 dagar í EM: Níu mörk í fimm leikjum er met sem seint verður slegið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nú ætlum við að skora frammistöðu Michel Platini á EM 1984. 19. maí 2021 12:01
24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. 18. maí 2021 12:01
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00