„Mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 15:31 Valdimar ákvað að snúa sér að gríninu. Valdimar Sverrison missti sjónina og sneri sér að gríninu. Hann ætlar að standa fyrir uppistandssýningu í næsta mánuði. „Vala Matt hjá Ísland í dag á Stöð 2 hafði samband við mig snemma árs 2019 og bað mig að koma í þáttinn. Ég samþykkti um leið að koma í viðtal sem átti að taka upp í vikunni á eftir. Áður en að kom að upptökudegi hugsaði ég með mér að gaman væri að gera grínmyndband með Völu. Ég hringdi því í hana örfáum dögum fyrir upptöku og bar þetta undir hana og samþykkti hún um leið að taka þátt í smá gríni. Nú lagði ég höfuðið í bleyti og fór að hugsa um eitthvað fyndið sem við Vala gætum gert saman. Ég fór fljótlega að hugsa um að tengja þetta við Innlit Útlit þættina sem Vala var með hér um árið enda var hún væntanleg heim til mín til þess að taka upp viðtalinu,“ segir Valdimar Sverrisson sem ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 21. ágúst næstkomandi. Auk þess verður hann með uppistand þann 10. júní næstkomandi til styrktar Grensásdeild Landspítalans. Vala Matt ræddi einmitt við Valdimar í Íslandi í dag í febrúar 2019 en hann sneri sér að gríninu eftir að hann varð blindur. „Ég fékk svo hugmynd að einföldum brandara þar sem Vala dáist að málverki eftir langömmu mína. Mér fannst þetta fínn upphafsdjókur með okkur Völu en að það yrði að vera minnst einn í viðbót og helst aðeins meira krassandi. Ég fékk svo loksins hugmynd að góðu atriði. Það togaðist á inni mér hvort ég væri hugsanlega að fara yfir strikið og mér fannst þetta svo góður djókur að ég vildi ekki segja neinum frá honum. Ég ákvað því að bera hann ekki undir neinn og var á sama tíma að velta fyrir mér hvort ég ætti að presenteran fyrir Völu þegar að þessu kæmi. Vala mætti á staðinn, glæsileg að vanda og viðtalið fyrir Ísland í dag var tekið upp.“ Valdimar segir að þá hafi hann fengið hana með sér í lið til að taka upp umrætt grínatriði. „Ég útskýrði fyrsta brandarann fyrir Völu og svo var hann tekinn upp. Því næst var ég tvístígandi og ætlaði að fara að útskýra næsta brandara fyrir Völu en hún sagði, ekki segja mér frá honum tökum hann bara upp. Fínt sagði ég og tökur hófust. Þetta grínmyndband verður sýnt á sýningunni minni Grín fyrir Grensás.“ Í sýningunni ætlar Valdimar að slá á létta G-strengi eins og hann orðar það sjálfur. „Ég mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu og missa sjónina í kjölfarið. Ég vaknaði upp við vondan draum á Grensásdeild Landspítalans og áttaði mig á því að ég hafði ekki enn látið gamlan draum rætast um að gerast uppistandari. Það var því ekki eftir neinu að bíða með að ganga í verkið og verður afraksturinn fluttur í Hannesarholti, bæði uppistand og grínmyndbönd þar sem fram koma Ari Eldjárn og Örn Árnason auk fjölda annarra úr stafrófinu frá A til Ö.“ Sýningin verður fimmtudagskvöldið 10. júní kl. 20:00 og allur aðgangseyrinn rennur beint til Grensás. Hér að neðan má sjá eitt af myndböndum Valdimars sem einmitt Vala Matt og Ari Eldjárn tóku þátt í með honum. Klippa: Mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu Grín og gaman Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Vala Matt hjá Ísland í dag á Stöð 2 hafði samband við mig snemma árs 2019 og bað mig að koma í þáttinn. Ég samþykkti um leið að koma í viðtal sem átti að taka upp í vikunni á eftir. Áður en að kom að upptökudegi hugsaði ég með mér að gaman væri að gera grínmyndband með Völu. Ég hringdi því í hana örfáum dögum fyrir upptöku og bar þetta undir hana og samþykkti hún um leið að taka þátt í smá gríni. Nú lagði ég höfuðið í bleyti og fór að hugsa um eitthvað fyndið sem við Vala gætum gert saman. Ég fór fljótlega að hugsa um að tengja þetta við Innlit Útlit þættina sem Vala var með hér um árið enda var hún væntanleg heim til mín til þess að taka upp viðtalinu,“ segir Valdimar Sverrisson sem ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 21. ágúst næstkomandi. Auk þess verður hann með uppistand þann 10. júní næstkomandi til styrktar Grensásdeild Landspítalans. Vala Matt ræddi einmitt við Valdimar í Íslandi í dag í febrúar 2019 en hann sneri sér að gríninu eftir að hann varð blindur. „Ég fékk svo hugmynd að einföldum brandara þar sem Vala dáist að málverki eftir langömmu mína. Mér fannst þetta fínn upphafsdjókur með okkur Völu en að það yrði að vera minnst einn í viðbót og helst aðeins meira krassandi. Ég fékk svo loksins hugmynd að góðu atriði. Það togaðist á inni mér hvort ég væri hugsanlega að fara yfir strikið og mér fannst þetta svo góður djókur að ég vildi ekki segja neinum frá honum. Ég ákvað því að bera hann ekki undir neinn og var á sama tíma að velta fyrir mér hvort ég ætti að presenteran fyrir Völu þegar að þessu kæmi. Vala mætti á staðinn, glæsileg að vanda og viðtalið fyrir Ísland í dag var tekið upp.“ Valdimar segir að þá hafi hann fengið hana með sér í lið til að taka upp umrætt grínatriði. „Ég útskýrði fyrsta brandarann fyrir Völu og svo var hann tekinn upp. Því næst var ég tvístígandi og ætlaði að fara að útskýra næsta brandara fyrir Völu en hún sagði, ekki segja mér frá honum tökum hann bara upp. Fínt sagði ég og tökur hófust. Þetta grínmyndband verður sýnt á sýningunni minni Grín fyrir Grensás.“ Í sýningunni ætlar Valdimar að slá á létta G-strengi eins og hann orðar það sjálfur. „Ég mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu og missa sjónina í kjölfarið. Ég vaknaði upp við vondan draum á Grensásdeild Landspítalans og áttaði mig á því að ég hafði ekki enn látið gamlan draum rætast um að gerast uppistandari. Það var því ekki eftir neinu að bíða með að ganga í verkið og verður afraksturinn fluttur í Hannesarholti, bæði uppistand og grínmyndbönd þar sem fram koma Ari Eldjárn og Örn Árnason auk fjölda annarra úr stafrófinu frá A til Ö.“ Sýningin verður fimmtudagskvöldið 10. júní kl. 20:00 og allur aðgangseyrinn rennur beint til Grensás. Hér að neðan má sjá eitt af myndböndum Valdimars sem einmitt Vala Matt og Ari Eldjárn tóku þátt í með honum. Klippa: Mun fara yfir það á spaugilegum nótum hvernig er að greinast með heilaæxli á stærð við sítrónu
Grín og gaman Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp