NBA dagsins: AD og LeBron búnir að skipta í meistaragírinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 15:00 LeBron James fagnar hér í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Í fyrsta sinn í langan tíma þá leit Los Angeles Lakers liðið út í nótt eins og lið sem ætlar sér að berjast um meistaratitilinn í NBA deildinni í sumar. Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021) NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021)
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira