NBA dagsins: AD og LeBron búnir að skipta í meistaragírinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 15:00 LeBron James fagnar hér í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Í fyrsta sinn í langan tíma þá leit Los Angeles Lakers liðið út í nótt eins og lið sem ætlar sér að berjast um meistaratitilinn í NBA deildinni í sumar. Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021) NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021)
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira