NBA dagsins: AD og LeBron búnir að skipta í meistaragírinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 15:00 LeBron James fagnar hér í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Í fyrsta sinn í langan tíma þá leit Los Angeles Lakers liðið út í nótt eins og lið sem ætlar sér að berjast um meistaratitilinn í NBA deildinni í sumar. Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021) NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Lakers fagnaði því að spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni í átta ár með sannfærandi 109-95 sigri á Phoenix Suns. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir tap í fyrsta leiknum. Lakers var í miklum vandræðum í lok deildarkeppninnar og datt niður í sjöunda sætið. Þeir þurftu að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Stórstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis voru mikið frá vegna meiðsla, alls í samtals 63 leiki og það hafa fáir verið að tala um ríkjandi meistara sem meistarakandídata í ár enda tapaði liðið átta af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Frammistaða liðsins í gær fær kannski einhverja til að breyta um skoðun. Það sást vel að þeir Anthony Davis og LeBron James eru nú búnir að skipta í titlagírinn. Það náði enginn að stoppa þetta magnaða tvíeyki í fyrra og ef þeir haldast heilir þá gætu þeir einnig komist langt í ár. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Lakers var aðeins með þriggja stiga forystu í hálfleik en LeBron James skipti um gír í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði tíu stig á sama tíma og Lakers liðið náði þrettán stiga forskoti. „Hann breytti öllum leiknum. Hugarfarið hans snéri við þróun mála í þessum leik í kvöld,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. James var duglegur að keyra á körfuna og var miklu ágengari en hann hafði verið að undanförnu. „Augljóslega er þetta búið að vera erfitt ár fyrir mig líkamlega í sambandi við ökklameiðslin og ég er enn að reyna að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin. Hver dagur er skref í rétt átt og ég mun halda áfram að vinna í endurhæfingunni allan sólarhringinn til að komast þangað sem ég var fyrir meiðslin,“ sagði LeBron James. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns en eins eru svipmyndir frá því þegar Milwaukee Bucks komst í 3-0 á móti Miami Heat og þegar Denver Nuggets komst 2-1 yfir á móti Portland Trail Blazers. Klippa: NBA dagsins (frá 27. maí 2021)
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum