Pylsur, predikun og endurfundir eftir faraldursvetur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:16 Pylsurnar féllu greinilega í kramið hjá gestum Lindakirkju. Vísir/Vilhelm Eldri borgarar í Kópavogi streymdu í Lindakirkju í hádeginu í dag þar sem fyrsti almennilegi viðburðurinn fyrir þann hóp var haldinn frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Boðið var upp á dýrindis kræsingar, þjóðarrétt Íslendinga: pylsur, og tónlistarmenn stigu á stokk. Félagsstarf eldri borgara í kirkjunni hefur nær alveg legið niðri frá því að faraldurinn skall á. Fyrir faraldurinn bauðst eldri kynslóðum að koma saman hálfsmánaðarlega í kirkjunni, borða saman og hlýða á boðskapinn en síðasta vetur hefur verið lítið um samkomur. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, segir að undanfarinn vetur hafi verið skrítinn. Samkomur eldri borgara hafi ávallt verið fjölmennar og það sé mikill léttir að fólk geti komið saman aftur, nú þegar talsverðar afléttingar hafa verið teknar í gildi á sóttvarnarreglum. Eldri borgarar í Kópavogi fjölmenntu í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm „Þó svo að við séum venjulega hætt á þessum árstíma þá fannst okkur alveg nauðsynlegt að enda þennan vetur skemmtilega fyrst það var opnað svona í vikunni. Það er sumarstemning í því að vera með pylsuvagn,“ segir Guðmundur. Fjölmennar samkomur fyrir Covid Tónlistarfólkið og hjónin Regína Ósk Óskarsdóttir og Svenni Þór léku af fingrum fram ásamt Óskari Einarssyni og Þórir Baldursson, organisti, spilaði á nýkeypt Hammond orgel sem kirkjan festi kaup á fyrir stuttu. Orgelið á „ættir að rekja“ til Kanada, þar sem það þjónaði hlutverki sínu í kanadísku helgihúsi frá árinu 1937. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, heldur tölu fyrir gesti dagsins. vVísir/Vilhelm „Það er alltaf mjög skemmtileg stemning í þessum samverum hjá okkur. Það er búinn að vera skrítinn vetur hjá okkur eins og öllum og við höfum lítið getað hist. Þetta voru alltaf gríðarlega fjölmennar samverur hjá okkur fyrir Covid. Í þessum hádegissamverum höfum við alltaf verið með einhverja góða gesti og svo endað með helgistund,“ segir Guðmundur Hann segir að eldri borgara starfið í Lindakirkju sé mjög sterkt og alla jafna hafi safnaðarmeðlimir komið saman í hádeginu hálfsmánaðarlega. Starfinu hafi svo yfirleitt verið slúttað með einhverri ferð og til stóð að fara til Vestmannaeyja í vor en því var svo aflýst. „Eitthvað segir mér nú að við eigum eftir að endurtaka þetta og þetta verði árlegur viðburður. Þetta verður bara gaman í dag og skemmtilegt.“ Pylsupartí fyrir eldri borgara í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm Samkomurnar hafa að sögn Guðmundar alltaf verið vel sóttar, sem var líka raunin í dag. „Þá erum við bæði með góða dagskrá og góðan mat og það er lenskan hjá okkur að við prestarnir og starfsfólkið séum þar í þjónustuhlutverki. Fyrir Covid var þetta alltaf að vaxa og vaxa og vorum komin yfir hundrað manns á samverunum hjá okkur. Meira að segja í jólasamverunni 2019 þurftum við að tvískipta hópnum af því að þetta sprengdi allt utan af sér. En við gátum ekkert verið með þetta í allan vetur.“ Heldri borgarar sakna samverunnar Finnurðu fyrir því að fólk sakni þessa félagsskapar? „Heldur betur, ég hef mjög oft fengið spurningar frá mjög mörgum um það hvenær við byrjum aftur. Og um leið og opnast einhverjar glufur þá heyrist alltaf í einhverjum: Á ekkert að byrja aftur með eldri borgara starfið.“ Tónlistarkonan Regína Ósk var meðal þeirra sem skemmti fólkinu í Lindakirkju í dag.Vísir/Vilhelm „Við vorum nokkrum sinnum í vetur en þá án borðhalds, þá gripum við til þess að breyta tímanum. Við höfum alltaf verið í hádeginu og allir að borða saman en við höfðum þetta núna um kaffileytið, höfðum eitthvað skemmtilegt og áhugavert prógram og helgistund og svo sendum við fólk heim með eitthvað til að borða með kaffinu heima. Það féll í mjög góðan jarðveg, en það er ekki sama stemning í því,“ segir Guðmundur. Hann segir það mikinn létti að hægt sé að færa starfið í svipaðan jarðveg og það var fyrir faraldurinn. „Það er alveg dásamlegt og ég held að það finni allir fyrir því hvað er gott að sjá framan í fólk aftur, á förnum vegi. Það er alveg dásamlegt. Og það er eiginlega alveg absúrd að finna hvað þetta er dýrmætt, eitthvað sem var svo sjálfsagt.“ Félagsmál Þjóðkirkjan Kópavogur Eldri borgarar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Félagsstarf eldri borgara í kirkjunni hefur nær alveg legið niðri frá því að faraldurinn skall á. Fyrir faraldurinn bauðst eldri kynslóðum að koma saman hálfsmánaðarlega í kirkjunni, borða saman og hlýða á boðskapinn en síðasta vetur hefur verið lítið um samkomur. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, segir að undanfarinn vetur hafi verið skrítinn. Samkomur eldri borgara hafi ávallt verið fjölmennar og það sé mikill léttir að fólk geti komið saman aftur, nú þegar talsverðar afléttingar hafa verið teknar í gildi á sóttvarnarreglum. Eldri borgarar í Kópavogi fjölmenntu í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm „Þó svo að við séum venjulega hætt á þessum árstíma þá fannst okkur alveg nauðsynlegt að enda þennan vetur skemmtilega fyrst það var opnað svona í vikunni. Það er sumarstemning í því að vera með pylsuvagn,“ segir Guðmundur. Fjölmennar samkomur fyrir Covid Tónlistarfólkið og hjónin Regína Ósk Óskarsdóttir og Svenni Þór léku af fingrum fram ásamt Óskari Einarssyni og Þórir Baldursson, organisti, spilaði á nýkeypt Hammond orgel sem kirkjan festi kaup á fyrir stuttu. Orgelið á „ættir að rekja“ til Kanada, þar sem það þjónaði hlutverki sínu í kanadísku helgihúsi frá árinu 1937. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, heldur tölu fyrir gesti dagsins. vVísir/Vilhelm „Það er alltaf mjög skemmtileg stemning í þessum samverum hjá okkur. Það er búinn að vera skrítinn vetur hjá okkur eins og öllum og við höfum lítið getað hist. Þetta voru alltaf gríðarlega fjölmennar samverur hjá okkur fyrir Covid. Í þessum hádegissamverum höfum við alltaf verið með einhverja góða gesti og svo endað með helgistund,“ segir Guðmundur Hann segir að eldri borgara starfið í Lindakirkju sé mjög sterkt og alla jafna hafi safnaðarmeðlimir komið saman í hádeginu hálfsmánaðarlega. Starfinu hafi svo yfirleitt verið slúttað með einhverri ferð og til stóð að fara til Vestmannaeyja í vor en því var svo aflýst. „Eitthvað segir mér nú að við eigum eftir að endurtaka þetta og þetta verði árlegur viðburður. Þetta verður bara gaman í dag og skemmtilegt.“ Pylsupartí fyrir eldri borgara í Lindakirkju í dag. Vísir/Vilhelm Samkomurnar hafa að sögn Guðmundar alltaf verið vel sóttar, sem var líka raunin í dag. „Þá erum við bæði með góða dagskrá og góðan mat og það er lenskan hjá okkur að við prestarnir og starfsfólkið séum þar í þjónustuhlutverki. Fyrir Covid var þetta alltaf að vaxa og vaxa og vorum komin yfir hundrað manns á samverunum hjá okkur. Meira að segja í jólasamverunni 2019 þurftum við að tvískipta hópnum af því að þetta sprengdi allt utan af sér. En við gátum ekkert verið með þetta í allan vetur.“ Heldri borgarar sakna samverunnar Finnurðu fyrir því að fólk sakni þessa félagsskapar? „Heldur betur, ég hef mjög oft fengið spurningar frá mjög mörgum um það hvenær við byrjum aftur. Og um leið og opnast einhverjar glufur þá heyrist alltaf í einhverjum: Á ekkert að byrja aftur með eldri borgara starfið.“ Tónlistarkonan Regína Ósk var meðal þeirra sem skemmti fólkinu í Lindakirkju í dag.Vísir/Vilhelm „Við vorum nokkrum sinnum í vetur en þá án borðhalds, þá gripum við til þess að breyta tímanum. Við höfum alltaf verið í hádeginu og allir að borða saman en við höfðum þetta núna um kaffileytið, höfðum eitthvað skemmtilegt og áhugavert prógram og helgistund og svo sendum við fólk heim með eitthvað til að borða með kaffinu heima. Það féll í mjög góðan jarðveg, en það er ekki sama stemning í því,“ segir Guðmundur. Hann segir það mikinn létti að hægt sé að færa starfið í svipaðan jarðveg og það var fyrir faraldurinn. „Það er alveg dásamlegt og ég held að það finni allir fyrir því hvað er gott að sjá framan í fólk aftur, á förnum vegi. Það er alveg dásamlegt. Og það er eiginlega alveg absúrd að finna hvað þetta er dýrmætt, eitthvað sem var svo sjálfsagt.“
Félagsmál Þjóðkirkjan Kópavogur Eldri borgarar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira