Erlent

Lögðu hald á 1,5 tonn af heróíni í sendingu af marmara

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Heróínið var falið í sendingu af marmara.
Heróínið var falið í sendingu af marmara. Mynd/Europol

Lögregluyfirvöld í Rúmeníu lögðu hefur upprætt skipulagðan glæpahóp í kjölfar þess að hald var lagt á 1,5 tonn af heróíni í sendingu af marmara í hafnarborginni Konstantíu 10. maí síðastliðinn. 

Um er að ræða afrakstur árs rannsóknarvinnu sem unnin var í samstarfi við Europol og lögregluyfirvöld í níu Evrópuríkjum. Tíu voru handteknir í aðgerðum dagana 19.-25. maí, sjö í Belgíu, tveir í Hollandi og einn í Rúmeníu.

Þá var húsleit gerð á tólf stöðum í sömu ríkjum auk Ungverjalands.

Samkvæmt tilkynningu frá Europol fannst heróínið í gámasendingu frá Mið-Austurlöndum en höfuðpaurinn í málinu er sagður hafa byggt upp umfangsmikið net löglegrar starfsemi til að fela flutning fíkniefnanna og dreifingu um Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×