Hafði áður hótað því að skjóta samstarfsfélaga sína Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 08:52 Lögregluþjónar að störfum við heimili árásarmannsins. Slökkvilið var kallað þangað vegna elds á svipuðum tíma og hann hóf skothríð sína í vinnunni. AP/Noah Berger Maðurinn sem skaut níu manns til bana áður en hann framdi sjálfsvíg á lestamiðstöð San Jose í Kaliforníu í gær, hafði áður talað um það að skjóta samstarfsfólk sitt. Þetta segir fyrrverandi eiginkona hans en hún segir árásarmanninn oft hafa verið mjög reiðan í garð vinnu sinnar og samstarfsfólks. Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Samuel Cassidy hóf skothríð á lestamiðstöðinni um klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma í gær (um 6:30 að staðartíma). Hann var vopnaður fleiri en einni byssu og svipti sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Lögreglan segir engan þeirra hafa hleypt af skoti. Þetta er í minnst fimmtánda sinn sem mannskæð skotárás, þar sem fjórir eða fleiri deyja, er gerð í Bandaríkjunum á þessu ári, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Að þessu sinni voru fórnarlömbin frá 29 til 63 ára gömul. Einn hinna látnu var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi þar sem hann dó í nótt. Blaðamenn AP ræddu við fyrrverandi eiginkonu Cassidys sem sagði hann hafa talað um það að skjóta samstarfsmenn sína þegar þau voru gift fyrir um þrettán árum síðan. Nokkrir hinna látnu hafa unnið á lestamiðstöðinni í áratugi en Cassidy hafði unnið þar frá árinu 2005. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni og þar á meðal hluta af blaðamannafundi Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, þar sem hann spyr hvað sé að Bandaríkjunum. Var hann þá að velta fyrir sér af hverju svo margar skotárásir væru gerðar þar. LA Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að lögreglan hafi fundið fleiri byssur og mikið magn skotfæra á heimili Cassidys. Þá segja heimildarmenn miðilsins að Cassidy hafi skotið svo gott sem alla á morgunvaktinni á miðstöðinni. Einn samstarfsmaður Cassidys sem blaðamenn AP ræddu við sagðist hafa heyrt að Cassidy hefði valið sérstaklega hverja hann skaut. Hann hafi ekki skotið fólk af handahófi. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út að heimili hans vegna elds um það leyti sem hann hóf skothríðina í vinnunni. Í samtölum við fjölmiðla hafa nágrannar Cassidys lýst honum sem skrítnum og segja hann ekki hafa viljað eiga í samskiptum við þá. Einn sagði Cassidy aldrei fá fólk í heimsókn og hann hafi verið mannfælinn. Blaðamenn San Francisco Chronicle komu höndum yfir gömul dómsskjöl þar sem fyrrverandi kærasta Cassidys sakaði hann um hafa nauðgað sér ítrekað og sýnt ofbeldisfulla hegðun og þá sérstaklega þegar hann drakk. Þá segir í skjölum að hann hafi verið með geðhvarfasýki
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45 Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13 Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Árásarmaðurinn þekkti fórnarlömbin vel Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás á léttlestarstöð í borginni San Jose í Kaliforníufylki. Árásarmaðurinn er meðal hinna látnu. 26. maí 2021 22:45
Nokkrir skotnir til bana í Kaliforníu Óljóst er hve margir eru látnir eftir skotárás í miðbæ borgarinnar San Jose í Kaliforníufylki en lögregla þar staðfestir að þeir séu nokkrir. Lögregla segir að árásarmaðurinn sé látinn. 26. maí 2021 16:13
Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. 25. maí 2021 08:54